Lýsing námskeiðs & skráning

Straumlínustórnun (lean) á hversdagsmáli

Lean er hugtak sem margir kannast við að hafa heyrt um, oftast í sambandi við að gera verkferla í framleiðslu skilvirkari.  Umfram það eiga flestir erfitt með að útskýra hvað þetta felur í sér og margir upplifa tungumálið sem fjarlægt og jafnvel flókið.   

Hvað græðum við þá á að kynna okkur Lean? 

Ef við t.d..
- Upplifum oft hæga og slappa þjónustu sem viðskiptavinir
- Tafir og óþægindi og mistök í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir
- Skort á tækifærum til að nýta fulla þekkingu og getu á vinnustaðnum okkar
- Almennt að tíma okkur og öðrum resúrsum sé sóað að óþörfu
.. og viljum vita hvernig hægt er að gera þessa upplifun miklu betri þá er þetta nákvæmlega það sem Lean hefur sem markmið að betrumbæta.

Námskeiðið fer í gegnum kjarnahugmyndir og lykil prinsipp Lean á hversdagslegu máli, með dæmum sem við getum öll tengt við.   Markmiðið er að gera Lean aðferðarfræði aðgengengilegri, auðveldari að skilja og einfaldari að tala um. 

Fyrir hverja: 
Lean á Hversdagsmáli er fyrir alla sem vilja læra um og tileinka sér hvað Lean gengur útá.  Sérstaklega gagnlegt fyrir fólk í leiðtoga og stjórnendastöðum, þá sem vinna að vöruþróun, þá sem móta upplifun viðskiptavina og skapa framúrskarandi þjónustupplifun.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

  • Hvað er Lean (5 mín.)
  • Lean í framkvæmd (30 mín.)
  • Lykilhugmyndir Lean (23 mín.)
  • Prinsipp Lean (9 mín.)

Heildarlengd: 67 mín.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Helgi Guðmundsson

Helgi Guðmundsson er meðstofnadi að Orgz - Organizational Coaching & Ráðgjöf og er þjálfi og sérfræðingur í Viðskiptalipurð (Business Agility).  Hann hefur síðustu ár starfað fyrir Agile People í Svíþjóð og haft umsjón með uppbyggingu og þjálfun leiðbeinenda fyrir alþjóðlega vottuð námskeið í Agile Leadership, Agile HR, Business Agility og People Development.    Helgi er einnig umsjónarkennari hjá IHM viðskiptaháskóla í Svíþjóð yfir námskeiði í Nútíma Vöruþróun og Product Ownership, sem er hluti af stærra 2 ára prógrammi í Agile Project Leadership.  Helgi er atferlisfræðingur að mennt með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði og sérhæfingu í farsælli lausn ágreininga.

Hoobla - Systir Akademias