Lýsing námskeiðs og skráning

Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur

Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkraft hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs, eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa frammi fyrir. Coaching er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er farið í helstu þætti í aðferðafræði Coaching og hvernig stjórnandi getur nýtt aðferðafræðina til meiri árangurs. Unnið er með raundæmi og sögur úr lífi stjórnenda, þar sem sýnt er hvernig þessi aðferðafræði hefur verið nýtt í verki.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur sem vilja ná því besta fram í starfsfólkinu sínu.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 12 mínútur.
  • Sjálfsþekking og samskipti - 11 mínútur.
  • Drifkraftur - 18 mínútur.
  • Aðgerðir og lærdómur - 12 mínútur.

Heildarlengd: 53 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Eva Karen Þórðardóttir

Eva Karen Þórðardóttir er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Effect ehf. þar sem hún hefur meðal annars starfað sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur unnið sem stjórnandi í sínum eigin fyrirtækjum en einnig hjá öðrum. Hún hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og unnið mikið í stjórnendaþjálfun á Íslandi.
Eva er lærður kennari frá Kennaraháskóla Íslands, lauk námi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk svo MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Eva Karen er einnig ACC vottaður markþjálfi.

Hoobla - Systir Akademias