Akademias Executive MBA


Akademias Exectutive MBA er nýtt MBA nám þar sem lögð er áhersla á að þjálfa hæfni og þekkingu sem er verkleg og viðeigandi og byggir á fræðilegum grunni. Akademias Executive MBA er einstaklega sveigjanlegt nám sem gefur fólki möguleika á að skipuleggja námið með hliðsjón af vinnu og öðrum verkefnum. Akademias Executive MBA veitir fólki menntun fyrir tækifæri framtíðarinnar!

Markmið með Akademias Executive MBA: Að búa til heimsklassa Executive MBA nám sem gefur fólki meiri sveigjanleika, tengslanet og tækifæri en hefðbundið MBA nám getur boðið upp á.

Nýjungar: Í grunninn er Executive MBA nám Akademias byggt á hefðbundnu MBA námi (MBA nám Copenhagen Business School notað sem viðmið) en það felur jafnframt í sér áhugaverðar nýjungar bæði hér á landi og erlendis.

 

Þú færð geggjað tengslanet!

Í hefðbundnu MBA námskeiði eru 30 – 50 þátttakendur sem fólk kynnist. Í Executive MBA námi Akademias er gert ráð fyrir að það geti verið 10 – 50 manns í heildarnáminu á hverjum tíma. En miðað við að það eru 25 nemendur á hverju námskeiði má gera ráð fyrir að fólk hitti 300 – 500 manns á námsleiðinni. Þetta er að langmestu leyti fólk sem gegnir lykilstöðum í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Og þér er boðið í bestu partýin!

Byrjaðu þegar þér hentar!

Það er hægt að skrá sig hvenær sem er í nám og byrja. Fólk raðar saman námskeiðum með aðstoð fræðsluráðgjafa Akademias. Námskeiðin eru sjálfstæð og eru reglulega í boði (sjá miniMBA og lengra nám). Hægt er að byrja um leið og viðeigandi námskeið er í boði. Þú getur skráð þig í dag!

Þú ert alltaf að fá viðurkenningar!

Fólk útskrifast bæði úr einstökum áföngum, þar sem námskeiðin eru rekin sem sjálfstæð námskeið, og úr Executive MBA þegar það er búið með sem samsvarar 90 ETCS einingum. Þú útskrifast þar með viðurkenningu úr einstökum miniMBA, Viðurkenndum og Sérfræðingur-áföngum og færð svo heildargráðu sem er Akademias Executive MBA. Með þessu móti færðu alltaf eitthvað úr náminu!

Þú færð ótrúlegan sveigjanleika!

Hefðbundið MBA nám byggir á línulegu ferli þar sem allir fylgjast að í stað og tíma, oftast 1 – 2 ár. Executive MBA nám Akademias byggir á sveigjanlegu módeli sem fólk raðar áföngum saman sjálft með aðstoð fræðsluráðgjafa og ákveður þar af leiðandi sjálft hve mikið álag fylgir náminu. Í boði er að fara í gegnum námið á 1 – 5 árum. Öll námskeið eru bæði í stað- og fjarnámi, með upptökum, þannig að þú getur verið hvar sem er í heiminum þegar þú tekur einstaka áfanga. Þannig getur þú stýrt hvenær ársins þú vilt álagspunkta og hvar þú vilt vera á meðan þú ert að læra!

Þú lærir af þeim bestu!

Í hefðbundnu MBA námi eru 10 – 50 leiðbeinendur, þar með talið gestafyrirlesarar. Í Executive MBA námi Akademias er að jafnaði 10 – 20 leiðbeinendur í hverju námskeiði sem þýðir að fólk lærir af 100 – 200 leiðbeinendum. Við höfum einfalda reglu við val á gestafyrirlesurum, að veljum þau bestu í sínu fagi eða þau sem geta sagt áhugaverðustu raunsögurnar. Þetta eru þau sem hafa byggt upp eða eru að byggja upp íslenskt atvinnulíf!

Þú skapar verðmæti á meðan þú lærir!

Verkefnavinna í hefðbundnu MBA námi er margskonar en yfirleitt í formi staðlaðra raundæma (case studies) eða áskorana í tengslum við ákveðin fyrirtæki. Executive MBA nám Akademias er verkefnadrifið, þar sem unnið er með áskoranir sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir og hvatt er til að öll einstaklingsverkefni einstakra áfanga byggi á raundæmi úr því fyrirtæki sem fólk kemur frá. Það er ávinningur fyrir fyrirtæki sem þátttakandi vinnur fyrir. Þú ert að skapa verðmæti á meðan þú lærir!

Þú lærir um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf!

Áfangar Akademias eru allir byggðir upp með það að markmiði að skilja stöðu þekkingar og hæfni á því sviði sem um ræðir í íslensku viðskiptalífi og alþjóðlega. Þess vegna koma margir fyrirlesarar úr íslensku atvinnulífi sem segja hvernig þeirra fyrirtæki eru að leysa áskoranir og grípa tækifæri. Jafnframt segja þeir sína eigin sögu með hliðsjón af umræðuefninu og taka þátt í samræðum við nemendur. Þú heyrir sögur í viðskiptalífinu sem þú heyrir hvergi annars staðar!

Þú getur líka lagt áherslu á sérhæfingu!

Hefðbundið MBA nám er venjulega ekki með sérhæfingu þó að það hafi aukist að slík MBA nám séu í boði. Executive MBA nám Akademias býður fólki að velja hvort það hefur sérhæfingu eða ekki. Í lok árs 2023 verð þrjár sérhæfingar í boði: 1) Executive MBA með áherslu á ferðaþjónustu, 2) Executive MBA með áherslu á tæknigeirann og 3) Executive MBA með áherslu á líftækni og heilbrigðisþjónustu. Áhersluáfangar eru keyrðir sem Sprettir sem eru rafræn námskeið sem fólk getur tekið hvenær sem þeim hentar en tekur svo sameiginlegar vinnustofur. Þú verður sérfræðingur!

Þú færð frábært tilboð!

Nemendur borga fyrir allt Executive MBA námið sem pakka. Verðið er 2.900.000 kr., sem er 50% afsláttur af listaverði áfanganna í lausasölu. Ef þú hefur þegar tekið námskeið hjá Akademias þá færð þú það metið á því verði sem þú borgaðir fyrir það, sem kemur til lækkunar á pakkanum (þú færð líka einingarnar).

Samval áfanga: Akademias býður upp á fjórar tegundir af áföngum, þ.e. námskeið sem bera nafnið Viðurkenndir (3 í boði), sem eru 60 kennslustundir (9 ein.), miniMBA (10 í boði), sem eru 30 kennslustundir (4 - 5 ein.) , Sérfræðingur/Leiðtogi (+10 í boði), sem eru 18 kennslustundir (2-3 ein.)  og Sprettir sem e-áfangar sem miðast við 14 kennslustundir (2 ein.). Sem dæmi um samval, til þess að ná því viðmiði (m.v. 90 ETCS einingar) sem Executive MBA byggir á, þá gætu nemendur valið 2 Viðurkenndir, 6 miniMBA, 10 Leiðtoginn, 1 - 2 Spretti og lokaverkefni (útreikningar byggja á sömu viðmiðum og HÍ notar í sínu MBA námi). Ef nemendur ætla að fá Executive MBA með áherslu þá fjölgar skylduáföngum. Áfangar sem Akademias býður upp á samsvara helstu áföngum sem eru í boði í hefðbundnu MBA námi en úrvalið er meira.

Executive MBA nám Akademias gefur fólki þrjá möguleika í lokaverkefni: 1) að búa til fyrirtæki í gegnum hraðal, 2) að taka þátt í ráðgjafarstjórnun fyrir sprotafyrirtæki eða 3) að vinna ráðgjafarverkefni í gegnum viðurkenndan aðila - Hoobla.

Dæmi:

  • Viðurkenndur stjórnarmaður (9 ein.)
  • Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur (9 ein.)
  • miniMBA – Rekstur og stjórnun fyrirtækja (5 ein.)
  • miniMBA – Leiðtoginn og (stafræn) umbreyting (5 ein.)
  • miniMBA – Alþjóðaviðskipti (5 ein.)
  • miniMBA – Gagnagreindarsérfræðingur (5 ein.)
  • miniMBA – Fjármál, fjártækni og árangursstjórnun (5 ein.)
  • miniMBA – Menning, teymi og hvatning (5 ein.)
  • Sérfræðingur í sölu og sölustjórnun (3 ein.)


  • Leiðtogi í fræðslustjórnun (3 ein.)
  • Leiðtogi í þjónustu og upplifun (3 ein.)
  • Leiðtogi í verkefnastjórnun (3 ein.)
  • Leiðtogar framtíðarinnar (3 ein.) 
  • Sérfræðingur í nýsköpun og vöruþróun (3 ein.)
  • Sérfræðingur í stefnumótun (3 ein.)
  • Sérfræðingur í sögutækni (3 ein.)
  • Sérfræðingur í fjármögnun og fjárfestingum (3 ein.)
  • Leiðtogi í sjálfbærni og ESG (3 ein.)
  • Sprettur – Segull – Leiðtogaþjálfun ferðaþjónustunnar (2 ein.) - Opið
  • Lokaverkefni – Ráðgjafarstjórnir fyrir 3 sprotafyrirtæki (10 ein.) - Opið

* Áætlun um hvenær námskeið eru kennd getur breyst

    Aðstaða og fyrirlestrar: Námið fer fram í stað og fjarnámi og í e-námskeiðum. Kennsla í staðnámi fer fram í snjallstofu Akademias í Borgartúni 23. Nemendur geta nálgast upptökur af öllum fyrirlestrum.

   Fyrir hverja: Námið er fyrst og fremst hugsað fyrir núverandi nemendur Akademias, sem vilja taka fleiri en einn áfanga. Þátttökukrafa er háskólagráða eða 10 ára reynsla sem stjórnandi eða sérfræðingur.

   Umgjörð og skipulag: Nemendur eru skráðir inn í gagnagrunn og kennslukerfi Akademias þar sem haldið er utan um vegferð og skipulag áfanga einstakra nemenda. Nemandi fær sérstakan kóða sem gerir honum kleift að skrá sig í þau námskeið sem hann kýs. Fjórum sinnum á ári eru sérstakar vinnustofur þar sem einungis nemendur sem eru í Executive MBA námi Akademias taka þátt. Allir nemendur fá þjálfara og fræðsluráðgjafa til þess að fá sem mest út úr námsvegferðinni. 

   Verðmódel 1: Nemendur borga fyrir allt Executive MBA námið sem pakka (með sveigjanlegu greiðslufyrirkomulagi). Verðið er 2.900.000 kr., sem er 50% afsláttur af listaverði áfanganna í lausasölu.  

Verðmódel 2: Nemendur skuldbinda sig til að ljúka við námið á fjórum árum og greiða árlega 790.000kr yfir það tímabil.

Ef nemandi hefur áður tekið nám hjá Akademias, þá kemur verðið sem greitt var til niðurgreiðslu á pakkaverðinu (gildir til lok árs 2023). Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Fyrir allar nánari upplýsingar sendið póst á akdademias@akademias.is

   Ávinningur: Executive MBA nám Akademias er lyftistöng fyrir menntun og þjálfun fyrir tækifæri framtíðarinnar. Nemendur fá fjölbreytt nám, mikið tengslanet, innlendar raunsögur og einstaka þekkingu á íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki sem senda nemendur fá á annan tug verkefna unnin fyrir sig sem eru unnin út frá nýjustu kenningum og taka til ólíkra þátta fyrirtækisins. Samfélagið fær nýjan námsleið sem gefur fleirum tækifæri til þess að efla sig sem stjórnendur og sérfræðinga.

   Umsjón: Unnið er eftir ákveðnu ferli sem hefur verið þróað af Dr. Eyþór Ívar Jónssyni sem kenndi og hafði stjórnunarhlutverk í MBA námi Copenhagen Business School í tuttugu ár og hefur kennt bæði í MBA námi Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Eyþór er jafnframt frumkvöðullinn á bak við viðskiptahraðla á Íslandi, frumkvöðull í viðskiptahröðlum í MBA námi, í viðskiptahröðlum fyrir vaxtarfyrirtæki í Evrópu og þegar kemur að notkun hraðlamódelsins í hröðun lærdóms sbr. doktorshraðal European Academy of Management (með EURAM). Eyþór hefur byggt upp nám Akademias í samstarfi við sérfræðinga og ráðgjafarráð Executive MBA námsins sem er skipað erlendum prófessorum og sérfræðingum.

   Ráðgjafarráð:  Alþjóðlegt ráðgjafarráð hefur það hlutverk að leggja til hvað er hægt að gera með nýjum hætti og hvað er að gerast í akademískum rannsóknum og í alþjóðlegu viðskiptalífi. Innlent ráðgjafarráð sérfræðinga úr viðskiptalífinu hefur það hlutverk að koma með hugmyndir sem gagnast íslensku atvinnulífi.

Akademias er leiðandi menntunar og þjálfunarfyrirtæki sem leggur áherslu á nýsköpun, tækni og þekkingsköpun í öllu sínu starfi. Akademias útskrifar um 500 manns úr miniMBA tengdum námskeiðum og hefur yfir tuttugu þúsund áskrifendur að e-fræðsluefni Akademias. Akademias er ekki háskóli en notar háskólaviðmið til þess að byggja upp einstaka áfanga og Executive MBA námið í heild. Áður hefur fólk haft möguleika á að taka einstök námskeið eins og miniMBA – Leiðtoginn og stafræn umbreyting, Sérfræðingur í sölu og sölustjórnun og Viðurkenndur stjórnarmaður. Nú getur fólk raðað þessum áföngum saman, í samvinnu við fræðsluráðgjafa Akademias, og fengið viðurkenningu sem Akademias Executive MBA.