Fræðsluefni og fyrirtækjaskólar
Akademias er leiðandi í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við rafræna fræðslu. Við eigum mikið magn af kennsluefni sem stendur fyrirtækjum til boða en erum jafnframt stöðugt að bæta við safnið og framleiða áfanga eftir óskum viðskiptavina.
Tugir fyrirtækja og stofnanna hafa nýtt sér þjónustu Akademias. Á meðal þeirra eru Samkaup, Nova, Vínbúðin, Akureyrarbær, Pósturinn, ÍSAM ásamt tugum annarra fyrirtækja og stofnanna.
Leyfðu okkur að kynna fyrir þér hvernig Akademias getur aðstoðað þig við rafræna fræðslu. Hafðu samband, dr. Eyþór Ívar Jónsson, akademias@akademias.is
ÞJÓNUSTUR
1. Fyrirtækjaskólar
Fyrirtæki og stofnanir geta fengið sinn eigin skóla hjá Akademias. Akademias setur þá upp skóla í útliti viðskiptavinar á léni tengt þeim. T.d. skoli.fyrirtaeki.is. Verð er óháð fjölda starfsmanna en Akademias getur jafnframt séð um alla umsjón og umsýslu. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa einnig kosið einfaldari fyrirtækjaskóla en þá fá starfsmenn aðgang að einu eða fleiri námskeiðum í gegnum kennslukerfi Akademias.
2. Námsefni frá Akademias
Fyrirtæki og stofnanir geta keypt aðgang að stökum, eða mörgum, námskeiðum frá Akademias fyrir starfsmenn.
Námskeiðin er hægt að fá bæði inn í eigin kennslukerfi (t.d. Eloomi) en jafnframt er hægt að fá aðgang að námskeiðum fyrir alla starfsmenn í gegnum kennslukerfi Akademias. Sjá hluta af námsúrvali neðar á þessari síðu.
Akademias á bæði stök námskeið en einnig námslínur eins og nýliðaþjálfun, stjórnendanám (sjá t.d. hér) o.fl.
3. Námsefni eftir óskum
Fyrirtæki og stofnanir geta leitað til Akademias ef þörf er fyrir námskeið á ákveðnu sviði.
Akademias kemur þá með tillögu að uppbyggingu og kennara ásamt verði. Viðskiptavinir geta bæði valið að fá efnið aðeins fyrir sig en einnig svo Akademias megi bjóða öðrum. Þannig skapast hagræði sem gerir okkur kleift að bjóða fræðsluefni mun hagkvæmar en áður hefur þekkst.
4. Framleiðsla á námsefni
Fyrirtæki og stofnanir geta sent til okkar starfsmenn og sérfræðinga sem við framleiðum kennsluefni með.
5. Ráðgjöf í rafrænni fræðslu
Við aðstoðum fyrirtæki að gera þarfagreiningu og að móta stefnu í fræðslumálum. Leyfðu okkur að kynna fyrir þér hvernig við getum aðstoðað.
LEIKSTJÓRI
Erlendur Sveinsson er margverðlaunaður íslenskur leikstjóri. Hann útskrifaðist frá Columbia háskólanum í New York með MFA gráðu í kvikmyndaleikstjórn og býr yfir meira en tíu ára reynslu í geiranum. Útskriftarmynd hans, Kanarí, hlaut hin eftirsóttu Vimeo staff pick verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Aspen og "special mention" á Della lessinia í Ítalíu. Hún var frumsýnd á virtu kvikmyndahátíðinni í Foyle á Írlandi og hefur verið sýnd á yfir 30 kvikmyndahátíðum um allan heim. Erlendur er einnig þekktur fyrir stuttmynd sýna, Thick Skin, sem var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Odense og Palm Springs í Bandaríkjunum. Báðar þessar myndir voru tilnefndar sem besta drama ársins á Vimeo staff pick rásinni.
Erlendur hlaut hinn eftirsótta Fulbright styrk fyrir nám sitt í Columbia og hefur verið valinn á Berlinale talents, Nordic talents og Les Arcs talent village.
STUDIO & FRAMLEIÐSLA
Akademias rekur tvö upptökustúdio í Borgartúni 23. M.a. öflugt ,,Green Screen" studio með teleprompter sem ásamt leikstjórn Erlends tryggir einfalt og þægilegt framleiðsluferli fyrir reynda og óreynda fyrirlesara.
Fræðsluefnið sem við framleiðum er ekki allt með sama sniði og því er mikilvægt að geta útfært hvert og eitt á myndrænan hátt svo innihaldið komist skýrt og vel til skila.
Hjá okkur er ferlið mjög einfalt. Um leið og námskeið er bókað kemur leikstjóri sér í samband við fyrirlesara og þau útfæra námskeiðið i sameiningu. Námskeiðinu er skipt niður í nokkra hluta og upptökur eru skipulagðar samhliða því. Að lokum er námskeið svo klippt og í framhaldi afhent viðskiptavin.
Studio-in eru búin besta mögulega búnaði fyrir framleiðslu á fræðsluefni sem tryggir mikil gæði og lágmarks kostnað.
DÆMI UM ÁFANGA Í BOÐI:
- Vakinn - Eflum starfsandann með hvatningu, betri svefn og streitustjórnun (3 klst)
- með Magnúsi Scheving, dr. Erlu Björnsdóttur og Helgu Hrönn
- Persónuverndarlögin GDPR, það sem starfsmenn og stjórnendur þurfa að vita. (1 klst)
- með Láru Herborgu frá LEX
- Microsoft BI, byrjaðu núna! (3 klst)
- með Ágústi Björnssyni
- Google Workspace námskeið (3 klst)
- með Atla Stefáni Yngvasyni
- Aðferðafræði 4DX við innleiðingu og framkvæmd á stefnu. (1,5 klst)
- með Eyþóri Ívari Jónssyni frá Akademias
- Netöryggisnámskeið sem hjálpar starfsmönnum að verjast netglæpum (1 klst)
- með Vilhelm Gauta frá Deloitte
- Stjórnun lykilverkefna með OK (2,5 klst)
- með Ólafi Erni Nielsen frá Opnum Kerfum
- Verkefnastjórnun með Asana (3 klst)
- með Sigurhönnu Kristjánsdóttur frá Gangverk
- Ofurþjónusta (2 klst)
- með Guðmundi Arnari Guðmundssyni frá Akademias
- Framlínusala og sölustjórnun (3,5 klst)
- með Lovísu og Unni Árnadætrum frá Kvartz
- Tímastjórnun og skipulag funda (2 klst)
- með Eyþóri Ívari Jónssyni Akademias
- Fiskur! Einstök leið til að auka vinnugleði og bæta starfsárangur! (1 klst)
- með Guðmundi Arnari Guðmundssyni frá Akademias
- Gagnadrifnar og snjallar lausnir (3 klst)
- með Brynjólfi Borgari frá DataLab Ísland
- Tekjustýring og verðlagning (3 klst)
- með Stefni Agnarssyni fjármálastjóri Avis
- Myndvinnsla með Photoshop (5,5 klst)
- með Ólöfu Erlu frá Svart design
- Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja (3,5 klst)
- með Eyþóri Ívari Jónssyni frá Akademias
- Markaðsstarf í Kreppu (8 klst)
- með Guðmundi Arnari Guðmundssyni frá Akademias
- Auglýsingakerfi Google og Youtube (4,5 klst)
- með Tryggva Elínarson frá Datera
- Auglýsingakerfi Facebook og Instagram (5 klst)
- með Tryggva Elínarson frá Datera
- Vefverslun með Shopify (3,5 klst)
- með Herði og Einari Thor frá Koikoi
- Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun (3 klst)
- með Grétari Sveini Theodórssyni frá Innsýn PR
- Samskipti við viðskiptavini með MailChimp (2,5 klst)
- með Guðný Halla Hauksdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur
- Lærðu að búa til vefsíðu með Squarespace, vinsælasta vefumsjónakerfi heims (2,5 klst)
- með Einari Þór Gústafssyni hjá Aranja
- Ofurteymi, hvernig sköpum við metnað til árangurs í teymisvinnu
- með dr. Eyþóri Ívari Jónssyni Akademias
- Sannfæring, hvernig sannfærum við fólk um hugmyndir og verkefni?
- með dr. Eyþóri Ívari Jónssyni Akademias
- Tilfinningagreins, hvernig getum við skilið annað fólk betur?
- með dr. Eyþóri Ívari Jónssyni Akademias
- Sögufærni, hvernig segjum við áhugaverðar sögur?
- með dr. Eyþóri Ívari Jónssyni Akademias
Akademias býr til 2-4 nýja áfanga í mánuði. Ekki hika við að hafa samband ef við getum aðstoðað: akademias@akademias.is.
VERÐSKRÁ
Upptaka á klukkustundalöngum fyrirlestri í ,,Green Screen" studiói með leikstjóra ásamt eftirvinnslu.
Verð frá 99.000 kr. + vsk.
Stakir MasterClass áfangar frá Akademias. Afhentir inn í kennslukerfi viðskiptavinar eða í kennslukerfi Akademias.
Verð frá 190.000 kr. + vsk. fyrir 12. mánuði (sjá lista að ofan).
Rafrænn skóli fyrir viðskiptavin í kennslukerfinu Teachable, í útliti fyrirtækis. Öll umsýsla, áskrift og umsjón hjá Akademias.
Verð 150.000 kr. + vsk. á mánuði óháð starfsmannafjölda og magn kennsluefnis.
Fyrirtækjaskóli C |
Fyrirtækjaskóli B |
Fyrirtækjaskóli A |
|
|
|
Verð eftir samkomulagi |
Verð eftir samkomulagi |
Verð eftir samkomulagi |