Akademias hjálpar vinnustöðum að ná árangri með stafrænni fræðslu
- Sérhæfing í að hjálpa vinnustöðum að nota vendinám (e. flipped learning) og lærdómsferli til að mæta fræðsluþörfum
- Stærsta rafræna fræðslusafni á Íslandi með yfir 120 rafrænum námskeiðum en þeim fjölgar í hverjum mánuði í takt við óskir viðskiptavina
- Nýtt námsefni birtist sjálfkrafa í kennslukerfum viðskiptavina (eða í kennslukerfum Akademias)
- Textað á ensku og fjölmörg önnur tungumál eftir óskum
- Hönnun og framleiðsla á klæðskerasniðnu námsefni og lærdómsferlum (sem við köllum spretti)
- Ráðgjöf og aðstoð við kennslukerfi (t.d. Eloomi, LearnCove, Teachable o.fl.)
- Aðstoðum vinnustaði við að stækja styrki fyrir allt að 100% af kostnaði
- Hátt í 100 vinnustaðir hafa náð meiri árangri og lækkað kostnað við starfsmannafræðslu með Akademias
-
Microsoft hugbúnaður (29 námskeið)
-
Fjarvinna með Microsoft 365 (Texti á ensku í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 38 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ þessu námskeiði er skoðað hvaða forrit innan Microsoft 365 henta í fjarvinnu. Við skoðum hvaða forrit henta í samvinnu, samskipti og fleira.
-
-
Fjarvinna með Teams
-
Guðný Halla Hauksdóttir
Heildarlengd: 81 mínúta.Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu, sem hefur margfaldast vegna heimsfaraldursins. Fjarvinnutólið Microsoft Teams er notað til að halda utan um alla þræði verkefnisins. Teams hefur mjög marga kosti og getur auðveldlega komið í staðinn fyrir samskiptaforrit og geymslustaði fyrir gögn.
-
-
Microsoft 365 á Apple Tölvu
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 13 mínútur.Stutt yfirferð um uppsetningu á Office 365 á Apple tölvu. Gert er ráð fyrir að nemendur séu kunnugir Office 365 en vilji kynna sér muninn á að setja Office 365 upp á MacOS í stað Windows.
-
-
Microsoft bookings (Texti á ensku í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 29 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaMicrosoft Bookings er bókunarkerfi sem er hluti af Office 365. Með Microsoft Bookings getur þú sett upp bókunarsíðu þar sem viðskiptavinir geta bókað þjónustu sem þú hefur skilgreint.
-
-
Microsoft Delve (Texti á ensku í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 29 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaHvað er Delve og hvernig nýtist það mér í starfi? Í þessu námskeiði er farið í grunnþætti Delve og hvernig það nýtist okkur í starfi.
-
-
Microsoft Excel grunnur (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 117 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ þessu námskeiði er farið í það helsta sem Excel hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að nemendur nái tökum á töflureikni, útreikningum og meðhöndlun gagna og geti nýtt sér Excel á sem fjölbreyttastan hátt.
-
-
Microsoft Excel Pivot töflur
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 53 mínútur.Í námskeiðinu lærum við að búa til Pivot töflur og hvernig þær virka.
-
-
Microsoft Excel vefviðmótið
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 27 mínútur.Í þessu námskeiði förum við í muninn á Excel forritinu og Excel Online. Þetta er EKKI full kennsla á Excel, heldur eingöngu verið að sýna hvernig Excel Online er frábrugðið forritinu og hvaða kosti og galla Online útgáfan hefur.
-
-
Microsoft Forms
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 28 mínútur.Microsoft Forms er hluti af Office 365 og býður upp á að búa til kannanir, próf eða önnur form. Við lærum að búa til form, deila þeim og skoða niðurstöður þeirra.
-
-
Microsoft Lists
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 36 mínútur.Microsoft Lists er hluti af Office 365 og er sniðugt tól til að halda utan um gögn og upplýsingar. Microsoft Lists býður upp á mismunandi viðmót á listum og einnig er hægt að setja á áminningar sem láta þig vita þegar breytingar eru gerðar í listanum.
-
-
Microsoft OneDrive (Texti á ensku í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 51 mínúta.Textun í boði: íslenska og enskaÍ þessu námskeiði skoðum við það helsta sem OneDrive for Business býður upp á. Við skoðum tilgang og grunnvirkni OneDrive og muninn á OneDrive Personal og OneDrive for Business. Við lærum allt um samhæfingu og að deila skjölum, utan og innan fyrirtækisins og skoðum útgáfustýringu OneDrive.
-
-
Microsoft OneNote
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 87 mínútur.Í námskeiðinu er þér kennt hvernig á að nota OneNote til að skipuleggja þig. Þú lærir að setja upp verkefni og halda utan um þau í OneNote.
-
-
Microsoft OneNote fyrir Windows 10
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 28 mínútur.Í þessu námskeiði er skoðuð sú útgáfa af OneNote sem kallast OneNote fyrir Windows 10. Þessi útgáfa fylgir með Windows 10 stýrikerfinu. Bornar eru saman þessi útgáfa og desktop útgáfan af OneNote.
-
-
Microsoft Outlook
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 64 mínútur.Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Í þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki. Við skoðum hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum.
-
-
Microsoft Outlook vefviðmótið
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 26 mínútur.Stutt yfirferð yfir vefviðmót Outlook. Við skoðum viðmótið og helstu eiginleika og könnum tengingar Outlook við önnur Office 365 forrit, svo sem Teams, Planner, SharePoint og ToDo.
-
-
Microsoft Planner
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 39 mínútur.Megináhersla námskeiðsins er að sýna hvernig nýta má Planner, sem er hluti af Office 365 skýjalausn Microsoft, til að ná fram aukinni skilvirkni í verkefnastjórnun.
-
-
Microsoft Power Platform
-
Ágúst Björnsson
Heildarlengd: 268 mínútur.Microsoft hefur undanfarin ár unnið markvisst að aukinni framleiðni fyrirtækja og einstaklinga og ein lykileiningin í því púsli er Power Platform. Í námskeiðinu er farið yfir hagnýt dæmi um hvernig hver eining er virkjuð í daglegum rekstri fyrirtækja og rýnt í dæmi um hvernig einingarnar vinna saman sem ein heild í beinni tengingu við önnur rekstrarkerfi fyrirtækja.
-
-
Microsoft PowerPoint
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 47 mínútur.Í þessu námskeiði eru skoðaðir helstu eiginleikar PowerPoint og hvernig við getum á einfaldan hátt búið til áhrifaríkt kynningarefni.
-
-
Microsoft SharePoint
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 77 mínútur.Í námskeiðinu er farið í helstu atriði sem notendur SharePoint þurfa að kunna. Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í SharePoint eða finnst þú þurfa að læra undirstöðuatriðin þá er þetta námskeiðið fyrir þig.
-
-
Microsoft Sway
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 40 mínútur.Í þessu námskeiði er margmiðlunarforritið Sway skoðað og hvaða möguleika forritið býður upp á. Með Sway er mjög einfalt að búa til kynningar, fréttabréf eða hvað annað sem þú vilt gera.
-
-
Microsoft Teams (Texti á ensku í boði)
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 139 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ þessu námskeiði er farið í gegnum helstu eiginleika Teams-forritsins og hvernig eiginleikarnir nýtast í samvinnu. Skoðaðir eru samskiptamöguleikar sem Teams felur í sér og hvernig fjöldi forrita getur tengst við Teams. Einnig skoðum við fundamöguleika Teams og hvernig hægt er að nota forritið í beina útsendingu (live event).
-
-
Microsoft To Do
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 27 mínútur.Í námskeiðinu fræðumst við um Microsoft To Do og hvernig það talar við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar. Við skoðum símaútgáfuna og vefútgáfuna af Microsoft To Do og sjáum hvernig verkin eru samhæfð milli tækja.
-
-
Microsoft Whiteboard
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 22 mínútur.Í þessu námskeiði eru skoðaðir möguleikarnir í Microsoft Whiteboard, þessu oft vanmetna forriti. Microsoft Whiteboard er hluti af Office 365 og er til bæði í netútgáfu (online) og sem forrit. Whiteboard er sniðugt tól í samvinnu þegar gott er að teikna upp hluti og taka hugarflug (brainstorm). Whiteboard og Teams vinna einstaklega vel saman.
-
-
Microsoft Word
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 104 mínútur.Í þessu námskeiði er farið í það helsta sem Word býður upp á. Markmiðið er að nemendur nái tökum á forritinu og geti nýtt sér það á sem fjölbreyttastan hátt.
-
-
Microsoft Word vefviðmótið
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 24 mínútur.Á þessu námskeiði skoðum við muninn á Word forritinu og Word vefviðmótinu.
-
-
Microsoft Yammer
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 43 mínútur.Yammer er samskiptasíða fyrirtækisins. Auðvelt er að stofna hópa, hvort sem er innanhúss eða með utanaðkomandi aðilum til að einfalda samskipti og upplýsingagjöf.
-
-
Verkefnastjórnun í SharePoint
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 50 mínútur.Office 365 býður okkur upp á Planner verkefnastjórnunartólið, en margir vita ekki að SharePoint er líka með innbyggt verkefnastjórnunartól.
-
-
Windows 11
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 87 mínútur.Flest okkar kunna grunnatriðin í stýrikerfnu okkar, en fæst kunna það sem skiptir mestu máli: Hvernig getur stýrikerfið hjálpað mér að verða öflugri í vinnunni eða bara í því sem ég nota heimilistölvuna í? Einnig eru skoðaðar skýjageymslur og hvernig við getum nýtt okkur þær.
-
-
Windows-10
-
Hermann Jónsson
Heildarlengd: 30 mínútur.Hvað er nýtt og hverju hefur verið breytt í Windows 11?
Í námskeiðinu er farið er yfir helstu nýjungar og skoðaður hver munurinn er á Windows 10 og Windows 11. -
-
Fjarvinna með Microsoft 365 (Texti á ensku í boði)
-
Leiðtogar, samskipti og teymi (23 námskeið)
-
Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur
-
Eva Karen Þórðardóttir
Heildarlengd: 53 mínútur.Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkraft hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs, eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa frammi fyrir. Coaching er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.
-
-
Agile á hversdagsmáli
-
Helgi Guðmundsson
Heildarlengd: 102 mínútur.Agile er viðskiptafílósófía og hreyfing sem hófst í hugbúnaðargeiranum fyrir um 20 árum síðan og hefur öðlast gífurlegar vinsældir. Agile hugmyndir og nálganir hafa dreift sér frá hugbúnaðargerð yfir í meðal annars stjórnun, mannauðsstjórnun, fjármál, markaðssetningu og sölu.
-
-
Framkoma (Texti á ensku í boði)
-
Edda Hermannsdóttir
Heildarlengd: 48 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaFlest þurfum við á einhverjum tíma að koma fram, svo sem í kynningum í vinnu, á stórum fyrirlestrum eða með framkomu í fjölmiðlum. Framkomunámskeiðið er nytsamlegt fyrir alla sem vantar aðferðir til að efla framkomu og vilja verða betri í að koma fram af öryggi og með meiri sannfæringarkrafti. Hentar sérstaklega vel stjórnendum og öðrum sem koma reglulega fram.
-
-
Innleiðing jafnlaunakerfa og jafnlaunavottun
-
Árný Daníelsdóttir
-
Sigríður Örlygsdóttir
Heildarlengd: 44 mínútur.Þetta námskeið er aðallega hugsað fyrir stjórnendur. Lögbundið er að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Stjórnendum fyrirtækja og stofnana getur reynst erfitt að byrja ferlið að jafnlaunavottun.
-
-
Leiðtoginn og stjórnunarstílar
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 71 mínúta.Nauðsynlegt er að hafa öfluga leiðtoga til að stýra starfi fyrirtækja, stofnana og jafnvel verkefnum. Auknar kröfur eru um að fólk í stjórnendastöðum skilji að hlutverk leiðtogans getur verið mismunandi og að ólíkar aðstæður geta kallað á ólíka stjórnunarstíla. Árangursrík fyrirtæki þurfa leiðtoga sem geta leitt breytingar eða tryggt að fólk nái saman og geti skapað árangur saman.
-
-
Leiðtoginn og teymið
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 62 mínútur.Mikilvægt er að ungir leiðtogar fái sjálfstraust og skilning á hvað gerir þá að góðum leiðtogum. Fram er að koma ný kynslóð af leiðtogum, sem horfir á annan hátt á hlutverk leiðtogans en fyrri kynslóðir. Lykilatriði er að geta unnið vel með öðru fólki. Grunnurinn að því er að þekkja sjálfan sig og skilja hvernig þarf að stýra og leiða til að ná árangri.
-
-
Lestur ársreikninga
-
Haukur Skúlason
Heildarlengd: 50 mínútur.Námskeiðið snýst um að útskýra í einföldu og stuttu máli hvað ársreikningar fyrirtækja eru, hvernig þeir eru uppbyggðir og hvaða upplýsingar þeir geyma. Í seinni hluta námskeiðsins er farið yfir árshlutareikning NOVA og byggt á þeim upplýsingum sem fram komu í fyrri hlutanum. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á ársreikningum en skortir grunn til að byggja á.
-
-
Mannauðsstjórnun og breytingar
-
Herdís Pála Pálsdóttir
Heildarlengd: 49 mínútur.Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar. Hvernig verður eiginlega þessi framtíð vinnu og hvernig þurfa dagleg störf stjórnenda að breytast til að styðja sem best við rekstur fyrirtækja á vinnumarkaði framtíðarinnar?
-
-
Markmiðasetning (Texti á ensku í boði)
-
Dr. Erla Björnsdóttir
-
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir
Heildarlengd: 52 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ þessu námskeiði er fjallað um markmiðasetningu, tímastjórnun og venjur. Farið er vel yfir þau skref sem liggja að baki farsællar markmiðasetningar og fjallað um ákveðnar gildrur sem algengt er að falla í þegar fólk setur sér markmið. Einnig er farið vel yfir tímastjórnun og kenndar leiðir til að hámarka nýtingu á tíma.
-
-
Samskipti og samræður (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 56 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaSamskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk vinnur saman, svo sem í hópum, deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna umfram aðra að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.
-
-
Samskipti og tengslanet í atvinnulífi (Texti á ensku í boði)
-
Edda Hermannsdóttir
Heildarlengd: 22 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu er farið yfir hvernig samskipti þróast á tímum tæknibreytinga á vinnumarkaði. Samhliða þeim tæknibreytingum hefur aldrei verið jafn mikilvægt að rækta tengsl við alla hagaðila og rækta tengslanet í leik og starfi. Námskeiðið hentar þeim sem vilja rækta tengslanet sitt og þurfa til þess hugmyndir eða aðferðir.
-
-
Sáttamiðlun
-
Lilja Bjarnadóttir
Heildarlengd: 75 mínútur.Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.
-
-
Skapandi vinnuumhverfi (Texti á ensku í boði)
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Heildarlengd: 42 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaHvað þarf til að vera leiðtogi í skapandi hugsun? Hvernig gera stjórnendur lærdóm og þekkingu að hluta af menningu fyrirtækisins? Þessum og fleiri spurningum svarar Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, í námskeiðinu Skapandi vinnuumhverfi, sem byggir á stöðugum lærdómi.
-
-
Stafræn umbreyting og leiðtogar
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 66 mínútur.Stafrænar umbreytingar eru að gjörbreyta hvernig fyrirtæki starfa, hvernig neytendur versla og upplifa og hvernig starfsmenn vinna. Drifkraftur breytinga er alltaf að aukast og nú þegar er ljóst að flest störf munu breytast og skapandi eyðilegging mun gera úrelt þau fyrirtæki sem leitast ekki við að breytast í takt við tímann. Mikil þörf er fyrir stafræna leiðtoga sem skilja að stafræn umbreyting er ekki vegferð sem snýst um útlit heldur kjarnafærni fyrirtækisins.
-
-
Stefnumótun og skipulag
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 76 mínútur.Stefnumótun og skipulag er grundvöllur árangurs fyrirtækja. Án skýrrar stefnu eiga fyrirtæki erfitt með framþróun og án skipulags sem styður stefnumótun verður stefna aldrei að veruleika. Öll fyrirtæki eiga að hafa skýra stefnu, skipulag sem styður við þá stefnu og tilgang sem gefur fólki ástæðu til að taka þátt í vegferðinni.
-
-
Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 206 mínútur.Stærstu mistökin sem minni og meðalstór fyrirtæki gera er að hafa ekki stjórn sem hefur skýrt hlutverk og viðeigandi stjórnarmenn. Námskeiðið er hannað fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sprotafyrirtækja og minni og meðalstórra fyrirtækja. Námskeiðið er hliðstætt við alþjóðlegt námskeið sem Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur hannað og stýrt í Svíþjóð og Danmörku um árabil.
-
-
Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 60 mínútur.Stjórnarhættir fyrirtækja skipta sífellt meira máli enda er ákvörðunarvald fyrirtækja hjá stjórnum þeirra. Víðast hvar skortir verulega upp á fagmennsku í íslenskum stjórnum og lítill skilningur á mikilvægi þess að nálgast sjálfbærni með sérstökum áhuga í stjórnum. Grunnurinn að árangursríku fyrirtæki er að hafa stjórn sem hefur virði fyrir félagið.
-
-
Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR
-
Ólafur Örn Nielsen
Heildarlengd: 139 mínútur.Í námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða „Objectives & Key Results“ sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.
-
-
Straumlínustjórnun (Lean) á hversdagsmáli
-
Helgi Guðmundsson
Heildarlengd: 67 mínútur.Lean er hugtak sem margir kannast við að hafa heyrt um, oftast í sambandi við að gera verkferla í framleiðslu skilvirkari. Umfram það eiga flestir erfitt með að útskýra hvað þetta heiti felur í sér og margir upplifa tungumálið sem fjarlægt og jafnvel flókið.
-
-
Tilfinningagreind og hluttekning (Texti á ensku í boði)
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 67 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaTilfinningagreind er sífellt að verða mikilvægari hæfni í leik og starfi þar sem samvinna og samstarf fólks skiptir sköpum. Tilfinningagreind (EQ) hefur jafnframt verið tengd við árangur í leik og starfi, vel umfram það sem hefðbundin greind (IQ) skilar. Þegar teymisvinna fer vaxandi í fyrirtækjum er mikilvægt að stjórnendur og allir þátttakendur hafi tilfinningagreind og sýni hluttekningu, til að auka líkur á árangursríkri teymisvinnu.
-
-
Tímastjórnun og skipulag funda (Texti á ensku í boði)
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 89 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaLærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi.
-
-
Verkefnastjórnun og skipulag
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 43 mínútur.Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Þörf er fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Gríðarleg sóun er hjá fyrirtækjum, sóun sem felst í að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum getur sóunin verið allt að 65%!
Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar. -
-
Þjálfun í lausn ágreinings - ,,conflict coaching“ (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Helgi Guðmundsson
Heildarlengd: 109 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu eru kynntar aðferðir og lausnir, sem hjálpa okkur að eiga heilbrigð og kraftmikil samskipti og leysa úr ágreiningsvandamálum með virku samstarfi og á skapandi hátt. Þetta námskeið kynnir til leiks kraftmikla nálgun til að betrumbæta hvernig við vinnum með skoðanaskipti og ágreining á vinnustöðum og í einkalífi.
-
-
Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur
-
Þjónusta, sala og markaðssetning (15 námskeið)
-
Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun
-
Grétar Theodórsson
Heildarlengd: 155 mínútur.Í námskeiðinu lærir þú grunnatriði almannatengsla og hvernig þau nýtast fyrirtækjum í samskiptum við sína markhópa.
-
-
Auglýsingakerfi Facebook og Instagram
-
Arnar Gísli Hinriksson
Heildarlengd: 124 mínútur.Lærðu að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita auglýsingakerfi Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.
-
-
Erfiðir viðskiptavinir (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
María Dröfn Sigurðardóttir
Heildarlengd: 29 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu er farið yfir aðstæður þegar starfsfólk lendir í erfiðum samskiptum við viðskiptavini. Skoðað er hvernig rétt er að bregðast við óæskilegri eða óviðeigandi hegðun viðskiptavinar og tilfallandi óþægilegum aðstæðum.
-
-
Erfiðir viðskiptavinir, hlutverk stjórnenda (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
María Dröfn Sigurðardóttir
Heildarlengd: 20 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu er farið yfir aðstæður þegar starfsfólk lendir í erfiðum samskiptum við viðskiptavini. Farið er yfir mikilvæga þætti sem stjórnendur þurfa að huga að til að undirbúa starfsfólk og hvað hægt er að gera til að koma á og viðhalda réttum viðbrögðum.
-
-
Google Ads
-
Haukur Jarl Kristjánsson
Heildarlengd: 291 mínúta.Námskeiðið er metnaðarfyllsta Google Ads námskeið sem hefur verið í boði á Íslandi. Leiðbeinandinn, Haukur Jarl, starfar hjá Pipar sem fékk nýlega 11 tilnefningar á European Search Awards.
-
-
Growth hacking
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Heildarlengd: 58 mínútur.Growth hacking aðferðafræðin er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pinterest og íslensk fyrirtæki, svo sem Arion banki, Grid og CCP, hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.
-
-
Ofurþjónusta (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Pétur Jóhann Sigfússon
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Heildarlengd: 81 mínúta.Textun í boði: íslenska og enskaAð skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara fram úr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu.
-
-
Pipedrive - Vertu Séní í B2B sölupípu.
-
Jón Andri Sigurðarson og Auðunn Sólberg
Heildarlengd: 57 mínútur.Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar Pipedrive til að styðja við sína sölu og í námskeiðinu sýna tveir starfsmenn Nova hvernig það er notað.
-
-
Póstlistar með Mailchimp
-
Bjarni Ben
Heildarlengd: 90 mínútur.Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina. Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja, en ekki alltaf nýttir til fulls. Í þessu námskeiði er farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.
-
-
Sala og sölutækni (Texti á ensku í boði)
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Heildarlengd: 63 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÞjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að aukningu tekna og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja.
-
-
Samningatækni FBI (Texti á ensku í boði)
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Heildarlengd: 19 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu læra þátttakendur samningatækni FBI. Tæknina notar FBI til að mynda í samningaviðræðum við hryðjuverkamenn og aðra glæpamenn. Í slíkum aðstæðum er ekki hægt að loka samningum með því að segja „þú tekur 2 gísla og ég 2, erum við þá ekki sátt?“. Allt annað en að ná öllum gíslunum er óásættanlegt.
-
-
Stjórnun markaðsstarfs
-
Guðmundur Arnar Guðmundsson
-
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Heildarlengd: 470 mínútur.Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að endurhugsa markaðsstarfið sitt. Kauphegðun er alltaf að breytast, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Bæði til skamms og langs tíma. Það sem neytendur urðu að eiga í gær verður óþarfi í dag. Markmið námskeiðsins er að hjálpa fyrirtækjum í gegnum óvissutíma. Enn fremur að gera stjórnendur sjálfbæra við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd nýrri sókn á markaðinn.
-
-
Söluþjálfun B2B (Texti á ensku í boði)
-
Ófeigur Friðriksson
Heildarlengd: 25 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaMarkmið þessa sölunámskeiðs er að hjálpa sölufulltrúum að skilja af hverju við náum ekki að loka sölutækifærum sem blasa við okkur. Námskeiðið hjálpar söluráðgjöfum að líta inn á við og taka ábyrgð á eigin árangri í stað þess að firra sig ábyrgð og búa til afsakanir. Farið er í mikilvægi þess að tileinka sér einfalt og kraftmikið skipulag og að við getum náð ótrúlegum árangri með að æfa næstu skref, til að mæta betur undirbúin.
-
-
Tekjustýring og verðlagning
-
Stefnir Agnarsson
Heildarlengd: 169 mínútur.Námskeið, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), fyrir þá sem vilja læra tekjustýringu og verðlagningu með sérstaka áherslu á hótel og gististaði.
-
-
Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google (Texti á ensku í boði)
-
Berglind Ósk
Heildarlengd: 27 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaVið setjum upp vefsíður til að fólk geti nálgast upplýsingar og jafnvel framkvæmt ýmsar aðgerðir. Til að setja upplýsingarnar fram á sem bestan máta er nauðsynlegt að skilja notendur okkar; hvaða fólk notar vefsíðuna, til hvers og af hverju? Þá getum við hafist handa við að skrifa texta, með okkar rödd og tón, á sem auðskiljanlegastan hátt.
Berglind Ósk er notendamiðaður textasmiður sem leiðir okkur í gegnum bestu leiðir til að skrifa góðan texta fyrir vefinn. -
-
Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun
-
Heilsuefling (14 námskeið)
-
Að koma sér uppúr sófanum
-
Ásgerður Guðmundsdóttir
Heildarlengd: 23 mínútur.Að koma sér upp úr sófanum er ætlað öllum þeim sem langar að venda sínum kvæðum í kross til að koma sér í betra form. Hér lærir þú að finna út í hvers lags formi þú ert akkúrat núna. Hvernig er best að byrja á því að koma sér í rútínu og setja sér markmið.
-
-
Andleg heilsa með Tolla Morthens (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Tolli Morthens
Heildarlengd: 60 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaByrjaðu á sjálfum þér. Tolli Morthens fer yfir andlega heilsu sem, ásamt líkamlegri heilsu og góðum svefni, spilar lykilhlutverk í velgengni. Hann fer yfir stjórnlausan huga, streitu og ójafnvægi, núvitund og hugleiðslu, jafnvægi og hugarró og mikilvægi sjálfskærleiks.
-
-
Betri svefn með Dr. Erlu Björnsdóttur (Texti á ensku í boði)
-
Dr. Erla Björnsdóttir
Heildarlengd: 45 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaDr. Erla Björnsdóttir fer yfir hvað er að gerast í líkama og sál þegar við sofum og hvers vegna svefn er okkur svona mikilvægur. Hún ræðir um hversu mikið við þurfum að sofa, áhrifin sem það hefur á okkur ef við sofum ekki nóg og hvernig við getum brugðist við svefnleysi. Í lokin fer hún yfir mikilvægar svefnvenjur sem gott er að venja sig á.
-
-
Innhverf íhugun (Texti á ensku í boði)
-
Ari Halldórsson
Heildarlengd: 29 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaInnhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.
-
-
Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútímasamfélags (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Addý
Heildarlengd: 39 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaAð staldra við í amstri dagsins og gera stuttar öndunar- eða jógaæfingar, hjálpar til við að ná jafnvægi og hamingju í hraða nútímasamfélags. Jógaæfingar koma blóðflæði af stað og skerpa fókus. Ótrúlegt er hvað jóga og meðvituð öndun hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr stressi.
-
-
Líkamleg heilsa með Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Indíana Nanna Jóhannsdóttir
Heildarlengd: 30 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaIndíana Nanna fer yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um hvernig hvatning virkar til að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.
-
-
Mátturinn í næringunni (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Elísa Viðarsdóttir
Heildarlengd: 43 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaHvernig getum við tekið lítil skref í átt að bættum lífsstíl, hver er mátturinn í matnum og hver er ávinningurinn af því að lifa heilsusamlegra lífi?
-
-
Meðvirkni á vinnustað (Texti á ensku í boði)
-
Valdimar Þór Svavarson
Heildarlengd: 45 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu er hugtakið meðvirkni grandskoðað, hvaða orsakir geta legið að baki meðvirkni og hvaða afleiðingar hún getur haft í för með sér.
-
-
Núvitund (Texti á ensku í boði)
-
Anna Dóra Frostadóttir
Heildarlengd: 135 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaÍ námskeiðinu er núvitund kynnt og helstu ástæður fyrir því að við höfum þörf fyrir að þjálfa hana í nútímasamfélagi. Fjallað er um hvað felst í núvitundarþjálfun og helstu þáttum í ávinningi hennar, svo sem aukinni einbeitingu og hugarró, með minni streitu, depurð og kvíða. Einnig þáttum eins og bættum samskiptum og minni streitu, sem skilar sér í aukinni vellíðan bæði í einkalífi og starfi.
-
-
Qigong - Skapandi mannauður í lífsorku og gleði (Texti á ensku í boði)
-
Þorvaldur Ingi Jónsson
Heildarlengd: 75 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaQi (Chi) er lífsorkan. Í 5000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til heilsueflingar og til lækninga. Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði.
-
-
Rétt líkamsbeiting og vellíðan - í verklegri vinnu (Texti á ensku o.fl. tungumálum í boði)
-
Ásgerður Guðmundsdóttir
Heildarlengd: 27 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaVinnur þú verklega vinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk, svo sem að meðhöndla þungar byrðar eða í einhæfri álagsvinnu? Vilt þú fá leiðsögn, ráð og ábendingar um hvað hægt er að gera í forvarnarskyni gegn helstu stoðverkjum og streitu, til að viðhalda sem bestri heilsu?
-
-
Rétt líkamsbeiting og vellíðan - í skrifstofuvinnu (Texti á ensku í boði)
-
Ásgerður Guðmundsdóttir
Heildarlengd: 14 mínútur.Textun í boði: íslenska og enskaVinnur þú skrifstofuvinnu, þar sem langar setur og einhæfni einkenna vinnudaginn? Finnur þú fyrir streitu, vöðvabólgu eða öðrum líkamlegum óþægindum?
Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína betur og tileinka þér rétta líkamsbeitingu? -
-
Sigraðu streituna (Texti á ensku í boði)
-
Að koma sér uppúr sófanum