Vinnustaðaskóli Akademias er áskriftarþjónusta sem hjálpar vinnustöðum að ná árangri með rafrænni fræðslu. Fræðsluráðgjafar aðstoða viðskiptavini við að greina og skipuleggja fræðslustarfið og fylgir því eftir svo hámarks árangur náist. Allt starfsfólk fær aðgang að fræðslu og fræðslulausnum eftir þörfum og óskum, bæði til að mæta skyldufræðslu en jafnframt til að styrkja og þróa starfsfólk í núverandi starfi og fyrir tækifæri framtíðarinnar. 

NÝTT: Öllum vinnustöðum býðst nú frí greining á fræðsluþörfum vinnustaðarins. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar.

Innifalið í áskriftarsþjónustu Vinnustaðaskólans: Greining á fræðsluþörfum og gerð fræðsluáætlunar ásamt eftirfylgni yfir árið, 150 rafræn námskeið, textuð á ensku o.fl. tungumálum, framleiðsla á fjórum klæðskerasniðnum námskeiðum á ári, klæðskerasniðin námslína, ráðgjöf frá fræðsluráðgjöfum allan áskriftartímann, 40% afslátt af íslenskukennslu smáforritinu Bara Tala, yfir 25 námslínur, þemur og sprettir, yfir áttatíu 10 mín. hugleiðslur o.fl. 

Markmið Akademias er að nota gögn og lágmarka fyrirhöfn, kostnað og tíma mannauðsfólks við að keyra kröftugt klæðskerasniðið fræðslustarf.


Vinnuferli Akademias

Fræðsluráðgjafar Akademias hafa hjálpað miklum fjölda vinnustaða við að koma rafrænu fræðslustarfi í kröftugan farveg. Markmiðið í upphafi er að 80% af starfsfólki klári rafrænt námskeið á fyrstu 1 til 2 mánuðunum. Sá tími er svo nýttur til að vinna úr niðurstöðum könnunar á fræðsluþörf og skipuleggja fræðsluáætlun næstu 6 til 12 mánaða. Með Vinnuferli Akademias auðveldum við vinnustöðum að standa skil á kröfum fyrir styrki fyrir allt að 100% af verði þjónustunnar. Jafnframt aðstoða fræðsluráðgjafar vinnustaði við að sækja um styrki fyrir áskriftarþjónustu Vinnustaðaskólans.  


Framleiðsla á námsefni - Skyldufræðsla og sértækt rafrænt námsefni

Hjá Akademias starfar kvikmyndagerðafólk, hönnuðir, textagerðafólk, leikarar, þýðendur og lærdómshönnuðir. Við rekum fullkomið ,,green-screen" myndver í Borgartúni með besta tækjakosti sem völ er á fyrir framleiðslu á rafrænu námsefni.  

Rafrænar fræðslulausnir og námskeið  

Tilbúnar fræðslulausnir í áskrift - Mun hagkvæmara og mun minni fyrirhöfn fyrir mannauðsfólk

Í Vinnustaðaskóla Akademias eru um 150 rafræn námskeið með textun á ensku og fleiri tungumálum. Jafnframt fjöldi námslína og samsettir, innan við 60 mín. langir sprettir (Microlearning með fjölbreyttu efni og verkefnum)

Hér er hægt að skoða tilbúnar námslínur og þemur.

Þemamánuðir hjá Akademias styrkja vinnustaði með rafrænum fræðslulausnum. Markmiðið er að vinnustaðir fái tilbúinn fræðslumánum með námskeiðum, verkefnum (t. d Kahoot) og einn hádegisfyrirlestur í beinni. Þeumu er hægt að aðlaga eftir þörfum og fræðslustjórar geta sett á dagskrá með lágmarks fyrirhöfn.


Hafðu samband

Hafðu samband og leyfðu okkur að kynna fyrir þér hvernig við getum hjálpað þínum vinnustað að ná samtímis meiri árangri og lækkuðum kostnaði í fræðslumálum.

Sverrir Hjálmarsson
Sérfræðingur í starfsmannafræðslu
sverrir@akademias.is