UM OKKUR

Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti.

Akademias vinnur í samstarfi við fjölda aðila, sem dæmi: Huawei, Nova, Copenhagen Business School Executive (CBS), LinkedIn learning, Íslandsstofu, Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 

Akademias kennir bæði í stað- og fjarnámi á sama tíma í Snjallstofunni í Borgartúni 23, einni tæknilegustu skólastofu á Íslandi. Þar geta nemendur í fjarnámi tekið þátt í samræðum með þeim sem eru í staðnámi. Í lengri námum Akademias stendur þátttakendum til boða að mæta í Snjallstofuna, taka þátt í beinni í gegnum netið eða með upptökum og verkefnavinnu eftirá. Þátttakendur þurfa ekki að tilkynna form þátttöku fyrir hvern tíma og geta þ.a.l. hagað því eins og hentar hverju sinni.

Nám Akademias byggir á virkri og verkefnamiðaðri kennslutækni, samvinnu og samræðum nemenda.


Áherslur Akademias:

miniMBA og lengra nám

Sérhæft ferli sem miðar að því að þjálfa sérfræðinga og skapa nýja þekkingu og færni. Dæmi: Viðurkenndir stjórnarmenn, miniMBA, Leiðtogi í hönnunarhugsun.

MasterClass og stutt nám

MasterClass námskeið Akademias eru stutt og hnitmiðuð fjarnámskeið.  Þau eru í boði fyrir einstaklinga en einnig í boði fyrir fyrirtæki (alla starfsmenn). Bæði í gegnum kennslukerfi Akademias en jafnframt inn í kennslukerfi fyrirtækis. Hafið samband við Guðmund Arnar, s. 844-2700, gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.

Öðru hvoru eru MasterClass námskeið einnig í boði í staðnámi og er það þá auglýst sérstaklega. 

Fyrirtækjaskólar:

Sérhæfðar mennta- og þjálfunarlausnir fyrir fyrirtæki sem miða að því að þjálfa starfsmenn til að auka verðmætasköpun.  Fyrirtæki geta fengið MasterClass áfanga inn í sín kennslukerfi en einnig fengið aðgang að námskeiðum, fyrir alla starfsmenn, í kennslukerfi Akademias. Við framleiðum jafnframt kennsluefni fyrir fyrirtæki eftir óskum.

Ráðgjöf og vinnustofur:

Ráðgjöf, einkafyrirlestrar og vinnustofur fyrir stefnumótun og markaðsstarf. Við aðstoðum einnig fyrirtæki að finna sérfræðinga í tímabundin verkefni eða ráðgjöf.


 HVER ERUM VIÐ

Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forseti Akademias, Vice President European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Eyþór hefur sérhæft sig í kennslu í stefnumótun, nýsköpun og stjórnarháttum og hefur kennt við háskóla í Svíþjóð (Lund University), Danmörku (CBS, KU), Noregi (BI), Víetnam (NEU) og á Íslandi (HR, HÍ og Bifröst). Hann hefur skrifað hátt í 800 greinar um viðskipti og efnahagsmál og ritstýrt fjölda tímarita (m.a. Vísbendingu, Íslensku atvinnulífi, Góðum stjórnarháttum og Nordic Innovation). Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja og verkefna og stýrt stjórnarstarfi í um 200 fyrirtækjum (þ.m.t. ráðgjafarstjórnum). Eyþór hefur stofnað, skipulagt eða stjórnað mörgum viðskiptahröðlum fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki; eins og t.d. Growth-Train, CBS MBA Accelerator, StartupReykjavik og Viðskiptasmiðjunni. Ríflega 300 sprotafyrirtæki, vaxtarfyrirtæki og frumkvöðlar hafa farið í gegnum þessi prógröm. Hann hefur verið ráðgjafi og hugmyndafræðingur í þróun vistkerfa fyrir frumkvöðla og hefur fengið margar viðurkenningar fyrir starf sitt fyrir frumkvöðla í Evrópu og Asíu. Eyþór hefur verið leiðandi í menntun stjórnarmanna á Íslandi og hefur búið til fjölda verkefna á Íslandi sem miða að því að efla góða stjórnarhætti m.a. Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum, Stjórnarháttadeginum og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti. Hann er stofnandi og forstöðumaður verkefnisins A-Board (stofnað árið 2005) í samvinnu við Copenhagen Business School sem er ráðgjafarstjórnarprógram þar sem MBA nemum gefst tækifæri á að sitja í stjórnum fyrirtækja. Um 200 fyrirtæki hafa farið í gegnum þetta prógram og 600 MBA nemar. Eyþór er virkur í alþjóðlegu samstarfi. Hann er fyrsti fulltrúi Íslands í stjórn European Academy of Management (EURAM), World Business Angel Investment Forum (WBAF) og Seed Forum International (SFI). Árið 2018 stýrði hann ráðstefnu European Academy of Management - EURAM 2018 sem er stærsta akademíska ráðstefnan á sviði viðskiptafræði sem haldin hefur verið á Íslandi en um 1.700 erlendir fræðimenn sóttu ráðstefnuna. Hann var svo fenginn aftur sem ráðstefnustjóri EURAM árið 2020 þar sem ráðstefnan var í fyrsta skipti á netinu. Hann skipulagði jafnframt og stýrði 20 ára afmælishátíð EURAM árið 2020. Hann hefur stýrt fjölda ráðstefna bæði hér á landi og erlendis. Eyþór er með doktorspróf í viðskiptafræði frá Henley Business School í Bretlandi og meistaragráður í alþjóðaviðskiptum, markaðsmálum og fjármálum frá Háskóla Íslands og Aarhus Business School. 

Eyþór Ívar Jónsson, eythor@akademias.is, s. 842-4333.

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m.  við Harvard Business School og IESE. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum. Guðmundur sat í stjórn ÍMARK og veitti félaginu formennsku og tók þar þátt í vali á markaðsmanni ársins, áhrifaríkustu markaðsherferðinni, Lúðrinum og markaðsfyrirtæki ársins. Í gegnum störf sín hefur Guðmundur unnið með fjölmörgum sérfræðingum á sviði markaðsfræða, sem dæmi Kevin Lane Keller höfundi Marketing Management með Philip Kotler og höfundi Strategic Brand Management, Scott Bedbury fyrrum markaðsstjóra Nike og Starbucks, Joseph Pine höfundi The Experience Economy og Mary Flynn frá Disney Institute. Jafnframt hefur hann stuðlað að því að fyrirlesarar á borð við Paco Underhill, Seth Godin, Rory Sutherland o.fl. hafa komið til Íslands.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, gudmundur@akademias.is, s. 844-2700.