Framleiðsla á námsefni - Skyldufræðsla og sértæk rafræn námskeið
Akademias er leiðandi í gerð rafrænna námskeiða á Íslandi og hefur mikla reynslu af fjölbreyttri framleiðslu fyrir allar atvinnugreinar.
Í samstarfi við viðskiptavini framleiðum við t.a.m.: nýliða-, öryggis-, gæða-, þjónustu- og sölunnámskeið ásamt kennslu á hin ýmsu kerfi. Lykilatriði er að kostnaður sé í lágmarki svo svigrúm sé til að halda fræðsluefni uppfærðu yfir tíma.
Fjölþættur hópur myndar framleiðsluteymi Akademias sem gerir viðskiptavinum kleift að fá námsefni með lágmarks fyrirhöfn og kostnaði en í hámarks gæðum.
- Kvikmyndun, leikstjórn og eftirvinnsla
- Fullkomið ,,green screen" myndver
- Grafísk hönnun
- Handritagerð
- Leikarar
- Þýðendur, fjölmörg tungumál
- Lærdómshönnuðir sem gera gagnvirk lærdómsferli og verkefni
Akademias rekur fullkomið ,,green-screen" myndver í Borgartúni með besta tækjakosti sem völ er á til að lágmarka kostnað fyrir viðskiptavini. Þeim gefst jafnframt kostur á að láta leikara Akademias flytja námskeiðin sín án aukakostnaðar.
Verð frá 249.000 kr + vsk. fyrir allt að 30 mínútna námskeið, tekið upp í myndveri Akademias.
Hafðu samband og við gerum tilboð í verkefnið þitt:
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias
gudmundur@akademias.is.