Skilmálar

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds

Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Afskráning þarf þó alltaf að berast a.m.k. 48 klukkustundum áður en námskeið hefst.

Aðrir skilmálar gilda ef um erlenda kennara er að ræða eða lengri námslínur, svo sem miniMBA. Sókn og Viðurkenndir stjórnarmenn, en þá verður afskráning að berast að minnsta kosti 28 dögum áður en námskeið hefst. Tilkynna skal um forföll með tölvupósti á netafangið akademias@akademias.is

Um fyrirtækið

Akademias ehf.

Kt. 530220-1410

akademias@akademias.is 

Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Akademíunni i á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Akademíunnar og varnarþing er í Kópavogi.

Persónuverndarstefna