Þjónustuskilmálar Akademias ehf.
Síðast uppfært: 8. október 2025
Inngangur
Þessir skilmálar gilda um alla þjónustu sem Akademias ehf., kt. 530220-1410 („Akademias“ eða „þjónustusali“), veitir viðskiptavinum sínum („viðskiptavinur“).
Með því að samþykkja tilboð frá Akademias í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti, staðfestir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér og samþykkir þessa skilmála sem bindandi samning milli aðila.
Samþykki í tölvupósti telst jafngilda undirritun skriflegs samnings.
Samþykkt tilboð og þessir skilmálar mynda saman fullgildan þjónustusamning milli aðila.
1. Þjónusta Akademias
1.1
Akademias veitir viðskiptavini aðgang að fræðsluefni og þjónustu samkvæmt tilboði sem viðskiptavinur hefur samþykkt („þjónustan“).
Fræðsluefni er afhent á rafrænu formi við upphaf samningstíma og uppfært eftir því sem nýtt efni bætist við.
2. Greiðslur
2.1
Viðskiptavinur greiðir það gjald sem tilgreint er í tilboði („áskriftargjald“ eða „árgjaldið“).
Gjald skal greitt við upphaf samningstíma og eftir atvikum við endurnýjun hans.
2.2
Við framlengingu samnings þessa samkvæmt 3. gr. skal ársgjaldið breytast til hækkunar í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar miðað við grunnvísitölu þess mánaðar sem þessi samningur var undirritaður eða síðast framlengdur. Ef ekki verður hægt að styðjast við framangreinda vísitölu eða hún er ekki lengur virkur mælikvarði vegna aðgerða opinberra aðila eða af öðrum ástæðum getur Akademias krafist endurskoðunar á ársgjaldinu.
3. Gildistími
3.1
Samningurinn gildir í 12 mánuði frá samþykki viðskiptavinar („samningstími“).
Að samningstíma loknum framlengist hann sjálfkrafa um 12 mánuði í senn, nema viðskiptavinur tilkynni Akademias skriflega 6 vikum fyrir lok samningstímans að hann óski ekki eftir framlengingu.
4. Hugverkaréttindi og notkun efnis
4.1
Öll hugverkaréttindi að fræðsluefni, myndböndum og öðru efni sem Akademias veitir aðgang að eru eign Akademias.
Efnið má ekki afrita, breyta, dreifa eða miðla til þriðju aðila, hvorki í heild né að hluta.
4.2
Þjónustukaupi skal tryggja að eingöngu starfsmenn sínir fái aðgang að fræðsluefni og myndböndum á grundvelli samnings þessa og er þjónustukaupa og starfsmönnum hans óheimilt að veita öðrum aðilum aðgang að efninu, afrita það, dreifa því eða miðla á nokkurn hátt, hvorki í heild né að hluta. Þá eru allar breytingar á fræðsluefninu, svo sem klipping myndbanda, óheimilar. Verði Akademias vart við að þjónustukaupi og/eða starfsmenn hans misnoti efnið með einhverjum hætti svo það brjóti gegn ákvæði þessu eða höfundarétti Akademias skal Akademias heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara og eftir atvikum beita öðrum vanefndaúrræðum til að gæta hagsmuna sinna.
4.3
Við lok samningstíma skal viðskiptavinur eyða öllu efni sem hann hefur fengið afhent, þ.m.t. fjarlægja það úr eigin kerfum.
5. Persónuvernd og þagnarskylda
Akademias leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað í allri vinnslu gagna.
5.1
Þjónustusala hvílir skilyrðislaus þagnarskylda um allt sem hann fær vitneskju um í starfi sínu varðandi notendur, starfsfólk, verkefni eða starfsemi viðskiptavinar. Þagnarskylda helst þó samningi sé lokið.
5.2
Þjónustusala er óheimilt að taka afrit af gögnum til eigin nota eða annarra.
5.3
Að samningi loknum skal þjónustusali skila til viðskiptavinar eða staðfesta eyðingu allra gagna sem tengjast notkun á kerfum Akademias.
5.4
Þjónustusali skal jafnframt eyða öllum persónugreinanlegum gögnum sem hann hefur í vörslu sinni og senda staðfestingu þar um til viðskiptavinar.
5.5
Meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við vinnslusamning og gildandi persónuverndarlöggjöf (GDPR og lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga).
6. Ábyrgð viðskiptavinar
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að:
-
Veita allar nauðsynlegar upplýsingar og efni til að Akademias geti uppfyllt kröfur hans um útlit og uppsetningu Avia kerfis (ef við á).
-
Tryggja aðgang að starfsfólki eftir þörfum og hafa milligöngu við þriðju aðila ef tengja þarf Avia kerfið við önnur kerfi.
7. Breytingar
7.1
Breytingar á þessum skilmálum verða birtar á vef Akademias.
Þær taka gildi við næstu endurnýjun samnings eða nýtt samþykki viðskiptavinar.
8. Framsal
8.1
Hvorki Akademias né viðskiptavinur má framselja réttindi eða skyldur samkvæmt þessum skilmálum nema með skriflegu samþykki gagnaðila.
9. Lög og varnarþing
9.1
Þessir skilmálar lúta íslenskum lögum.
Komist ekki samkomulag um ágreining, skal hann borinn undir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem hefur lögsögu í málum sem varða þessa skilmála.
10. Samþykki
10.1
Með því að staðfesta tilboð Akademias í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti samþykkir viðskiptavinur þessa þjónustuskilmála í heild sinni.
Samþykkið telst fullgilt og jafngildir undirritun skriflegs samnings.
Stutt samantekt
-
Samþykki með tölvupósti jafngildir undirritun.
-
Akademias heldur trúnað um öll gögn og eyðir þeim að samningi loknum.
-
Viðskiptavinur veitir nauðsynleg gögn og upplýsingar.
-
Skilmálar framlengjast sjálfkrafa nema tilkynnt sé um annað.
-
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lögsögu um ágreining.