Algengar spurningar
Almennt um Akademias
Er Covid að hafa áhrif?
Allt nám Akademias er blandað nám (e. hybrid) svo öll námskeið eru í boði bæði í stað- og fjarnámi. Nemar geta mætt einn tímann, verið í fjarnámi annan og horft á upptökur í þeim þriðja án þess að tilkynna það. Þannig gerir Akademias nemum kleift að taka þátt eins og hentar hverju seinni.
Staðnám fer fram í rúmgóðri snjallstofu Akademias í Borgartúni 23 en þar eru sóttvarnarreglur vel virtar. Ennfremur eru grímur og hanskar í boði fyrir alla, í öllum tímum og sprittbrúsar á borðum þannig hver nemi hefur sinn brúsa.
Tæknibúnaður snjallstofunnar er einn sá fullkomnasti á Íslandi og er því fjarnám eins og það gerist best. Fjarnemar geta tekið þátt í kennslustundum í beinni, unnið verkefni og tekið þátt í umræðum með staðnemum, eins nálægt því að vera á staðnum og kostur er. Ef einhver nemi hefur ekki tók á að mæta eða taka þátt í beinni stendur jafnframt öllum til boða upptökur af hverri kennslustund að henni lokinni og þannig auðvelt að læra að tíma loknum eða fara yfir kennsluefni aftur.
Hvað er Snjallstofa?
Kennslustofa Akademias í Borgartúni 23 er ein tæknilegasta skólastofa á Íslandi og hefur hún því fengið nafnið Snjallstofan. Hún er hönnuð og búin tækjum sem gerir hana mjög öfluga fyrir fjarnám. Stofan styður því vel við stefnu Akademias um að bjóða allt nám í kennslustofu, í beinni á netinu en jafnframt sem upptökur sem eru aðgengilegar hvenær sem er að lokinni kennslustund.
Hver eru inntökuskilyrði fyrir miniMBA nám?
Það er gerð krafa um BS háskólagráðu fyrir miniMBA eða 10 ára stjórnunarreynslu í svipuðu starfi og námið snýst um. Í einstaka tilfellum er hægt að gera undanþágu á þessari meginreglu en hafðu samband við okkur akademias@akademias.is ef þú ert með spurningar varðandi þennan þátt.
Hvað er Akademias?
Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti.
Eruð þið með póstlista?
Já, hægt er að skrá sig á póstlistann okkar hérna.
Er allt nám í boði í fjarnámi?
Allt nám hjá Akademias er í boði bæði sem stað- og fjarnám í einni tæknivæddustu skólastofu á Íslandi. Ef námslína er lengri en eitt skipti geta nemar mætt í staðnám eða tekið þátt í fjarnámi í beinni (eða horft á upptökur eftirá) eins og hentar. Nemendur þurfa ekki að tilkynna sérstaklega hvernig þeir taka þátt hverju sinni. Akademias getur þannig boðið uppá hámarks sveigjanleika í námi.
Gefur miniMBA nám háskólaeiningar?
Nei, miniMBA gefur ekki ETCS einingar og ekki gert ráð fyrir að hægt sé að fá það metið inn í háskóla (þó dæmi séu fyrir því).
Þeir sem koma í miniMBA eru yfirleitt búnir með annað háskólanám.