Fræðslugreining fyrir vinnustaði – án endurgjalds til áramóta

Það tekur starfsfólkið aðeins um 7 mínútur að svara og niðurstöðurnar veita þér skýra mynd af fræðsluþörfum vinnustaðarins.

Með greiningunni stígur þú fyrstu skrefin í markvissara fræðslustarfi – án kostnaðar og skuldbindinga.
Könnunin er einföld, send beint á starfsfólkið og gefur þér gagnlega innsýn í:

  • Hvaða fræðsla er brýnust á vinnustaðnum

  • Hvernig best er að hvetja starfsfólk til þátttöku

  • Hverjar eru hagkvæmustu og áhrifaríkustu leiðirnar til að skipuleggja fræðslu

Tilvalið fyrir vinnustaði sem vilja efla fræðslustarfið – hvort sem þegar er til staðar virkt fræðslustarf eða verið er að hefja uppbyggingu frá grunni.

Fáðu fría græðslugreiningu

Fræðsluráðgjöf – léttir undir með stjórnendum

Stjórnendur í mannauðsmálum bera oft þungt verkefnaálag og starfsmannafræðsla getur orðið aukaverkefni sem fer aftast í röðina.

Með fræðsluráðgjöf Vinnustaðaskóla Akademias færðu fræðslustjóra til liðs við þig sem sér um skipulag, framkvæmd og eftirfylgni í fræðslumálum. Þannig getur þú einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli.

„Ég var allt í einu komin með auka hendur við skipulagningu og framkvæmd fræðslustarfsins.“
— Viðskiptavinur í ársáskrift

Ráðgjafinn þinn aðstoðar m.a. við:

  • Greiningu fræðsluþarfa og mótun fræðsluáætlunar

  • Umsjón fræðslukerfis og eflingu fræðslumenningar

  • Styrkumsóknir og innri kynningu á fræðslu

Ávinningurinn fyrir vinnustaðinn:

  • Minni tími fer í fræðslumál

  • Lægri heildarkostnaður

  • Skipulagðara og einfaldara ferli

  • Skýr yfirsýn og meiri sveigjanleiki

  • Kraftmeira og markvissara fræðslustarf

Fáðu fría græðslugreiningu

Hafðu samband

Sverrir Hjálmarsson
Sverrir Hjálmarsson
Deildarstjóri viðskiptaþróunar
sverrir@akademias.is

Anna María McCrann
Anna María McCrann
Viðskiptaþróun og ráðgjöf
annamaria@akademias.is