Lýsing námskeiðs og skráning

Fordómar á vinnustaðnum

Námskeiðið er hugsað sem hugvekja um fordóma í íslensku samfélagi, námskeið sem gagnast öllum sem vinna með fjölbreyttum hópi fólks eða með fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Um fjórðungur einstaklinga sem búa á Íslandi eru einstaklingar með einhverjar erlendar rætur eða tengsl við önnur lönd. Því er mikilvægt að átta sig á þeim hindrunum sem geta mætt einstaklingum af erlendum uppruna hérlendis og skilja hvaða áhrif fordómar í samfélaginu geta haft á þessa einstaklinga.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • þekki hvað fordómar eru og hver getur upplifað fordóma og þekki muninn á Kynþátta- og menningarfordómum
  • skilji hvernig fordómar í íslensku samhengi birtast
  • öðlist góða innsýn í hugtakið fkordómar: einstök atvik eða síendurtekið áreiti? Hverni þeir birtast á íslenskum vinnumarkaði
  • skilji afleiðingar fordóma á andlega og líkamlega líðan einstaklinga
  • þekki hugtökin Fjölbreytileiki og inngilding - hvar liggur munurinn? 

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði, hugsað fyrir stjórnendur en hentar öllu starfsfólki.

 

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 3 mínútur.
  • Hvað eru fordómar? - 11 mínútur.
  • Kynþátta- og menningarfordómar - 4 mínútur.
  • Birtingarmyndir fordóma - 4 mínútur.
  • Áhrif fordóma - 3 mínútur.
  • Fordómar á vinnumarkaði - 4 mínútur.
  • Fjölbreytileiki og inngilding - 3 mínútur.
  • Samantekt - 2 mínútur.

Heildarlengd: 34 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad hefur verið virk í baráttunni gegn fordómum á Íslandi í hartnær áratug og var tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum Atlaga gegn fordómum, árið 2015.
Árið 2020 útskrifaðist Miriam með MA í hnattrænum fræðum, þar sem áherslusviðið var mannfræði og vann hún lokarannsókn sína, um áhrif fordóma á sjálfsmyndir íslenskra kvenna með erlendan bakgrunn, undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur prófessors.
Frá byrjun ársins 2021 til dagsins í dag hefur Miriam haldið fræðsluerindi fyrir hátt í 1.500 börn, unglinga og fullorðna í skólum og æskulýðsstarfi. Upphaflega hélt Miriam fræðsluerindin ásamt Chanel Björk Sturludóttur, stofnanda Mannflórunnar, en frá haustinu 2022 hefur Miriam haldið fræðsluerindi á eigin vegum.
Miriam hefur haldið vinnustofur fyrir jafningjafræðara, æskulýðsstarfsfólk og stjórnendur á skóla og frístundasviði.
Miriam er inngildingar- og fjölbreytileikafulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og hefur í því starfi farið fyrir teymi landskrifstofunnar um mótun stefnu og aðgerðaráætlunar í inngildandi starfsemi. Hún hefur einnig haldið fyrirlestra fyrir samstarfsfólk í evrópskum áætlunum um inngildingu og fordóma, meðal annars á ráðstefnunni Learning by leaving sem haldin var á Mallorca í október 2022 og fyrir æskulýðsstarfsfólk víðsvegar um Evrópu á fyrirlestrarröð á vegum SALTO Inclusion & Diversity.