Þjónusta, sala og markaðssetning
Sala og sölutækni
Þjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að því að auka tekjur og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja.
Þjálfun sölumanna og söluteyma er oft lykillinn að því að auka tekjur og getur því verið besta fjárfesting fyrirtækja.
Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir sem skila mun meiri árangri í sölu: Hvernig getum við skilið viðskiptavini betur, sex sannfæringarlögmál Roberts Cialdinis og SPIN sölutæknin sem hjálpar okkur að loka sölu.
Heildarlengd: 63 mín.
Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. við Harvard Business School og IESE. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.