Lýsing námskeiðs og skráning

Vinnustund

VinnuStund er leiðandi vaktaáætlana – og viðverukerfi fyrir stærri vinnustaði. VinnuStund er sérlega gagnleg þeim sem eru með flókin vaktakerfi, víðfeðma kjarasamninga og breytilegt umhverni. VinnuStund getur tengst öllum helstu launakerfum.

VinnuStund heldur utan um vinnutíma starfsfólks, er með skýra yfirsýn yfir vinnuskyldu og vaktir starfsfólks. Hægt er að sjá vaktaóskir, útreikninga á leyfum, frídaga og fjarvistir. 

VinnuStund einfaldar einnig stjórnendum að sjá tímaskráningar, hvernig þeir geta með góðum hætti haldið utan um vaktir og mönnun og sett upp skýrar myndir og yfirlit yfir réttindi starfsfólks. 

VinnuStund gefur einnig launafulltrúum fyrirtækja og stofnana öflugt tól til að halda utan um stýringar fyrirtækis og starfsfólks.
 
Fyrir hverja?
VinnuStund er fyrir alla þá sem vilja fylgjast með öllum tímaskráningum starfsfólks á einum stað. Þar getur starfsfólk fylgst með sínum skráningum, stjórnendur hafa góða yfirsýn og ekki síst launafulltrúar. 
 

Námskaflar og tími:

  • Búa til vaktarúllu - 4 mínútur.
  • Tengja starfsfólk við vaktarúllu - 2 mínútur.
  • Ný vaktaáætlun búin til með rúllum - 4 mínútur.
  • Vaktarúlla yfir tímabil - 3 mínútur.
  • Stofna vaktaáætlun - 2 mínútur.
  • Handskrá vaktir úr vaktasetti - 6 mínútur.
  • Opna fyrir vaktaóskir - 1 mínúta.
  • Röðunarmöguleikar í summuglugga - 1 mínúta.
  • Staðgenglar - 2 mínútur.
  • Starfsmenn tilbúnir (á áætlun) - 1 mínúta.
  • Uppástunga um vakt - 2 mínútur.
  • Breyta hæfni á vöktum og óskum - 2 mínútur.
  • Vaktataktar - 2 mínútur.
  • Nýjar mönnunarforsendur - 5 mínútur.
  • Mönnun Dagar - 2 mínútur.

Heildarlengd: 39 mínútur.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Advania

Anna Katrín Rósu Árnadóttir, Arnheiður Árnadóttir, Guðlaug Þórhallsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir, leiðbeinendur á vegum fyrirtækisins Advania tóku saman þetta námskeið til einföldunar og skilnings á þessu mikilvæga tóli sem VinnuStund er fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Berta Andrea Snædal

Hoobla - Systir Akademias