VinnuStund er leiðandi vaktaáætlana – og viðverukerfi fyrir stærri vinnustaði. VinnuStund er sérlega gagnleg þeim sem eru með flókin vaktakerfi, víðfeðma kjarasamninga og breytilegt umhverni. VinnuStund getur tengst öllum helstu launakerfum.
VinnuStund heldur utan um vinnutíma starfsfólks, er með skýra yfirsýn yfir vinnuskyldu og vaktir starfsfólks. Hægt er að sjá vaktaóskir, útreikninga á leyfum, frídaga og fjarvistir.
VinnuStund einfaldar einnig stjórnendum að sjá tímaskráningar, hvernig þeir geta með góðum hætti haldið utan um vaktir og mönnun og sett upp skýrar myndir og yfirlit yfir réttindi starfsfólks.
VinnuStund gefur einnig launafulltrúum fyrirtækja og stofnana öflugt tól til að halda utan um stýringar fyrirtækis og starfsfólks.
Fyrir hverja?
VinnuStund er fyrir alla þá sem vilja fylgjast með öllum tímaskráningum starfsfólks á einum stað. Þar getur starfsfólk fylgst með sínum skráningum, stjórnendur hafa góða yfirsýn og ekki síst launafulltrúar.