Lýsing námskeiðs og skráning

Markmiðasetning

Í þessu námskeiði er fjallað um markmiðasetningu, tímastjórnun og venjur. Farið er vel yfir þau skref sem liggja að baki farsællar markmiðasetningar og fjallað um ákveðnar gildrur sem algengt er að falla í þegar fólk setur sér markmið. Einnig er farið vel yfir tímastjórnun og kenndar leiðir til að hámarka nýtingu á tíma.

Venjur skapa stóran hluta af okkar daglega lífi og geta haft mikil áhrif á heilsu okkar, líðan og árangur.

Um hvað er námskeiðið?
Markmiðið með námskeiðinu er að veita þátttakendum innblástur og hvatningu til að setja sér markmið, leyfa sér að dreyma stórt – og veita þeim sem vilja hámarka líkur á árangri verkfæri til þess.
Fjallað er um venjur og leiðir til að skrásetja þær – og hvernig hægt er að losa sig við slæmar venjur og tileinka sér nýjar og betri.
Meðal annars er tekið fyrir:
Hvað er farsæl markaðssetning og hvað liggur að baki henni?
Hugsunarháttur.
Hvernig látum við drauma okkar rætast?
Mikilvægi skemmtilegra markmiða.
Forgangsröðun og mælieiningar.
Andlegt jafnvægi. Hvað er aðkallandi og hvað er mikilvægt?
Pomodoro tímastjórnunartæki.
Lífstílsbreytingar og venjuvakar.
Samanburður og umburðarlyndi.
Samskipti og sjálfstraust.

Fyrir hverja?
Fyrir þá sem vilja ná lengra, með góðri markmiðasetningu, tímastjórnun, betri venjum og öðrum verkfærum, til að sjá smáa og stóra drauma sína rætast.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 4 mínútur.
  • Að leyfa sér að dreyma - 8 mínútur.
  • Farsæl markmiðasetning - 8 mínútur.
  • Tímastjórnun - 12 mínútur.
  • Venjur - 13 mínútur.
  • Viðhorf, samanburður og sjálfstraust - 7 mínútur.

Heildarlengd: 52 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Dr. Erla Björnsdóttir

Dr. Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.
Erla hefur sérhæft sig í rannsóknum, greiningu og meðferð á svefni og svefnvanda og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir er markaðsfræðingur og er að ljúka meistaranámi í stjórnun og stefnumótun. Hún er einnig lærður markþjálfi.
Þóra Hrund er framkvæmdastjóri Ímarks.