Bara tala

Bara tala er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Hjá Bara tala er áhersla lögð á talmál og aðfluttum gefst tækifæri til að læra og æfa sig í framsögn á íslenskri tungu. Lausnin er seld beint til fyrirtækja og stofnanna. Námsefnið í Bara tala er unnið eftir samevrópska tungumálarammanum (CEFR), sem veitir staðla fyrir kennslu, nám og mat á tungumálakunnáttu um alla Evrópu.

Panta kynningu

Leyfðu okkur að kynna fyrir þér hvernig Bara tala getur hjálpað þínum vinnustað.

Starfstengt íslenskunám unnið í samstarfi við hvert og eitt fyrirtæki.

Almennt íslenskunám Yfir 80 grunnnámskeið og fer ört fjölgandi. Námskeið sem aðstoðar fólk í hversdagslegum aðstæðum.

Almennir og starfstengdir setningalistar þýddir úr fimm tungumálum yfir á íslensku.
Þýðingarnar innihalda: ensku, spænsku, litháísku, úkraínsku og pólsku.

Persónulegt þýðingarforrit sem getur umbreytt talmáli úr fyrrnefndum tungumálum yfir á íslensku.

Stjórnborð mannauðsstjórans

Vefsíðuviðmót þar sem fyrirtæki geta bæði sýslað með notendur og skoðað framgang þeirra í kennslunni á einfaldan og þægilegan máta.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu. Við aðstoðum við að sækja styrki.

„Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera!”

Guðni Th Jóhannesson, Forseti Íslands, 14.febrúar 2024

Teymið