Lýsing námskeiðs og skráning

Þjálfun í lausn ágreinings - ,,conflict coaching“

Í námskeiðinu eru kynntar aðferðir og lausnir, sem hjálpa okkur að eiga heilbrigð og kraftmikil samskipti og leysa úr ágreiningsvandamálum með virku samstarfi og á skapandi hátt.  
Þetta námskeið kynnir til leiks kraftmikla nálgun til að betrumbæta hvernig við vinnum með skoðanaskipti og ágreining á vinnustöðum og í einkalífi.

Um hvað er námskeiðið?
Flest upplifum við ágreining sem erfitt fyrirbæri og eitthvað sem við vildum helst forðast og vera laus við. Hins vegar er staðreyndin sú að ef við viljum vinna að hlutum sem skipta raunverulegu máli og mæta til leiks full af ástríðu fyrir því sem við erum að gera, þá er óhjákvæmilegt að við höfum ólíkar hugmyndir, sjónarmið og afstöðu.
Þá er mikilvægt að hafa verkfæri og leiðir til að geta greint muninn á heilbrigðum og skaðlegum ágreiningi og leiða einstaklinga og hópa gegnum uppbyggilegan ágreining, til að geta betrumbætt hvernig við tökum ákvarðnir, með aukna þáttöku og sanngirni að leiðarljósi.

Fyrir hverja? 
Fyrir fólk í leiðandi stöðum á öllum stigum; stjórnendur, teymis-þjálfa, Agile-þjálfa, markþjálfa og fólk almennt sem finnur sig oft í því hlutverki að annaðhvort grípa inn í eða styðja við einstaklinga og teymi í að leysa úr ágreiningi og ágreiningsefnum sem upp koma.

Námskaflar og tími:

 • Kynning - 7 mínútur.
 • Hvað er ágreiningur (conflict)? - 8 mínútur.
 • Skilningur á þínu eigin sambandi við ágreining - 12 mínútur.
 • Kortlagning ágreinings - hvað er raunverulega í gangi? - 4 mínútur.
 • Þróun og stigmögnun ágreinings - 10 mínútur.
 • ABC þríhyrningurinn - 6 mínútur.
 • Þriggja samtala líkanið - 7 mínútur.
 • Uppbyggileg viðbrögð við ágreiningi - 10 mínútur.
 • Tæki, tól og módel ,,ágreinings-þjálfarans“ - 41 mínúta.
 • Samantekt og lokaorð - 4 mínútur.

Heildarlengd: 109 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í maí!
Árs áskrift af öllum yfir 150 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Helgi Guðmundsson

Helgi Guðmundsson er meðstofnadi að Orgz - Organizational Coaching & Ráðgjöf og er þjálfi og sérfræðingur í Viðskiptalipurð (Business Agility).  
Helgi hefur síðustu ár starfað fyrir Agile People í Svíþjóð og haft umsjón með uppbyggingu og þjálfun leiðbeinenda fyrir alþjóðlega vottuð námskeið í Agile Leadership, Agile HR, Business Agility og People Development. Hann er einnig umsjónarkennari hjá IHM viðskiptaháskóla í Svíþjóð, yfir námskeiði í Nútíma vöruþróun og Product Ownership, sem er hluti af stærra tveggja ára prógrammi í Agile Project Leadership. 
Helgi er atferlisfræðingur að mennt, með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði og sérhæfingu í farsælli lausn ágreinings.

Hoobla - Systir Akademias