Í námskeiðinu eru kynntar aðferðir og lausnir, sem hjálpa okkur að eiga heilbrigð og kraftmikil samskipti og leysa úr ágreiningsvandamálum með virku samstarfi og á skapandi hátt.
Þetta námskeið kynnir til leiks kraftmikla nálgun til að betrumbæta hvernig við vinnum með skoðanaskipti og ágreining á vinnustöðum og í einkalífi.
Um hvað er námskeiðið?
Flest upplifum við ágreining sem erfitt fyrirbæri og eitthvað sem við vildum helst forðast og vera laus við. Hins vegar er staðreyndin sú að ef við viljum vinna að hlutum sem skipta raunverulegu máli og mæta til leiks full af ástríðu fyrir því sem við erum að gera, þá er óhjákvæmilegt að við höfum ólíkar hugmyndir, sjónarmið og afstöðu.
Þá er mikilvægt að hafa verkfæri og leiðir til að geta greint muninn á heilbrigðum og skaðlegum ágreiningi og leiða einstaklinga og hópa gegnum uppbyggilegan ágreining, til að geta betrumbætt hvernig við tökum ákvarðnir, með aukna þáttöku og sanngirni að leiðarljósi.
Fyrir hverja?
Fyrir fólk í leiðandi stöðum á öllum stigum; stjórnendur, teymis-þjálfa, Agile-þjálfa, markþjálfa og fólk almennt sem finnur sig oft í því hlutverki að annaðhvort grípa inn í eða styðja við einstaklinga og teymi í að leysa úr ágreiningi og ágreiningsefnum sem upp koma.