Lýsing námskeiðs og skráning

Stjórnun markaðsstarfs

Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að endurhugsa markaðsstarfið sitt. Kauphegðun er alltaf að breytast, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Bæði til skamms og langs tíma. Það sem neytendur urðu að eiga í gær verður óþarfi í dag.

Stjórnendur verða við slíkar aðstæður að skilja markhópinn sinn sem aldrei fyrr, geta aðlagað vöruna eða þjónustuna að honum, ásamt því að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Allt þetta verður jafnframt að gera fyrir stöðugt minna fjármagn en áður.

Um hvað er námskeiðið?
Markmið námskeiðsins er að hjálpa fyrirtækjum í gegnum óvissutíma. Enn fremur að gera stjórnendur sjálfbæra við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd nýrri sókn á markaðinn.
Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um markaðsskilning, markaðsmótun og markaðsaðgerðir.
MarkaðsSkilningur: Hvernig getum við skilið breyttar þarfir og langanir viðskiptavina? Hvað segir sagan okkur um breytta hegðun neytenda í kreppu? Hver er líkleg framtíðarþróun?
Kynnt er mikið af markaðsgögnum, sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á Íslandi. Enn fremur er farið yfir hvernig þátttakendur geta sjálfir (án kostnaðar) gert einfaldar markaðsrannsóknir og greiningar sem margfalda líkur á árangri.
MarkaðsMótun: Hvernig getum við aðlagað stefnu og nálgun við markaðinn svo neytendur velji okkur þrátt fyrir gjörbreytt markaðsumhverfi og neytendahegðun?
MarkaðsAðgerðir: Hvaða hagkvæmu leiðir getum við notað til að selja meira? Hvaða leiðir eru árangursríkastar og hagkvæmastar? Hvernig getur stafræn auglýsingatækni hjálpað okkur að ná meiri árangri?

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Nánast öll stærstu fyrirtæki Íslands hafa sent starfsmenn á námskeiðið, sem var í mörg ár kennt í staðnámi.

Námskaflar og tími:

 • Staðan og breytingar - 47 mínútur.
 • Þekking - 33 mínútur.
 • Neytendahegðun - 55 mínútur.
 • Aðlögun - 20 mínútur.
 • Markaðsmótun - 7 mínútur.
 • Núverandi staða - 24 mínútur.
 • Verðmætasköpun - 32 mínútur.
 • Möguleg staða - 15 mínútur.
 • Persónur - 14 mínútur.
 • Aðlögun vöru að markaði - 24 mínútur.
 • Markhópar - 21 mínúta.
 • Vörumerki - 59 mínútur.
 • Dreifing, vara og verðlagning - 40 mínútur.
 • Samskipti og birtingar - 34 mínútur.
 • Tækifærin í stafrænu markaðsstarfi - 28 mínútur.
 • Árangursríkari auglýsingar - 17 mínútur.

Heildarlengd: 470 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.