Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að endurhugsa markaðsstarfið sitt. Kauphegðun er alltaf að breytast, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Bæði til skamms og langs tíma. Það sem neytendur urðu að eiga í gær verður óþarfi í dag.
Stjórnendur verða við slíkar aðstæður að skilja markhópinn sinn sem aldrei fyrr, geta aðlagað vöruna eða þjónustuna að honum, ásamt því að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Allt þetta verður jafnframt að gera fyrir stöðugt minna fjármagn en áður.
Um hvað er námskeiðið?
Markmið námskeiðsins er að hjálpa fyrirtækjum í gegnum óvissutíma. Enn fremur að gera stjórnendur sjálfbæra við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd nýrri sókn á markaðinn.
Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um markaðsskilning, markaðsmótun og markaðsaðgerðir.
MarkaðsSkilningur: Hvernig getum við skilið breyttar þarfir og langanir viðskiptavina? Hvað segir sagan okkur um breytta hegðun neytenda í kreppu? Hver er líkleg framtíðarþróun?
Kynnt er mikið af markaðsgögnum, sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á Íslandi. Enn fremur er farið yfir hvernig þátttakendur geta sjálfir (án kostnaðar) gert einfaldar markaðsrannsóknir og greiningar sem margfalda líkur á árangri.
MarkaðsMótun: Hvernig getum við aðlagað stefnu og nálgun við markaðinn svo neytendur velji okkur þrátt fyrir gjörbreytt markaðsumhverfi og neytendahegðun?
MarkaðsAðgerðir: Hvaða hagkvæmu leiðir getum við notað til að selja meira? Hvaða leiðir eru árangursríkastar og hagkvæmastar? Hvernig getur stafræn auglýsingatækni hjálpað okkur að ná meiri árangri?
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Nánast öll stærstu fyrirtæki Íslands hafa sent starfsmenn á námskeiðið, sem var í mörg ár kennt í staðnámi.