Growth hacking aðferðafræðin er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pinterest og íslensk fyrirtæki, svo sem Arion banki, Grid og CCP, hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.
Aðferðafræðin byggir á tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum, geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.
Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til fyrirtækið fór að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði Airbnb frá gjaldþroti og gerði fyrirtækinu kleift að verða þetta risafyrirtæki sem það er í dag.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- öðlist þekkingu á því hvað growth hacking er og hvernig hægt er að beita í starfi til aukinnar velgengni
- fái innsýn í hvernig ferlið er og fá dæmisögur til að styðjast við
- geti nýtt sér þau fjölmörgu verkfæri sem farið er í og dæmi
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn fyrirtækja og stofnanna sem vilja ná meiri árangri.