Lýsing námskeiðs og skráning

Growth hacking

Growth hacking aðferðafræðin er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pinterest og íslensk fyrirtæki, svo sem Arion banki, Grid og CCP, hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.

Aðferðafræðin byggir á tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum, geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.

Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til fyrirtækið fór að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði Airbnb frá gjaldþroti og gerði fyrirtækinu kleift að verða þetta risafyrirtæki sem það er í dag.
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • öðlist þekkingu á því hvað growth hacking er og hvernig hægt er að beita í starfi til aukinnar velgengni
  • fái innsýn í hvernig ferlið er og fá dæmisögur til að styðjast við 
  • geti nýtt sér þau fjölmörgu verkfæri sem farið er í og dæmi 
 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn fyrirtækja og stofnanna sem vilja ná meiri árangri. 

Námskaflar og tími:

  • Hvað er growth hacking? - 10 mínútur.
  • Hvað gerum við? - 10 mínútur.
  • Dæmisögur - 11 mínútur.
  • Verkfærin og dæmi, fyrri hluti - 13 mínútur.
  • Verkfærin og dæmi, seinni hluti - 14 mínútur.

Heildarlengd: 58 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.