Lýsing námskeiðs og skráning

Gervigreind og snjallar lausnir - Framtíðin er gagnadrifin

Á námskeiðinu er fjallað um tækni- og viðskiptalegan grunn gagnadrifinna og snjallra lausna. Tæknin er oft kölluð gervigreind og nú er röðin komin að meginþorra fyrirtækja að hagnýta tæknina sem hefur þroskast mikið á undanförnum árum og er nú aðgengilegri, áreiðanlegri og ódýrari en áður.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Fái innsýn inn í hvað gervigreindin er og hvert hennar hlutverk er þegar kemur að framtíðinni og meðhöndlun þeirra gagna sem um hana fara
  • Fái fræðslu um þann tæknilega grundvöll sem þarf að vera til staðar fyrir gervigreindina
  • Fái innsýn inn í viðskiptalegan grundvöll gervigreindarinnar og hvernig við veljum verkefni 
 
Fyrir hverja?
Sérfræðinga og millistjórnendur sem vilja taka frumkvæði á þessu sviði og byrja að hagnýta gagnadrifnar lausnir. Einnig þá stjórnendur sem hefur verið falið að leiða gagna- og greiningarteymi og vilja auka yfirsýn og bæta þekkingu sína á sviðinu og læra af reynslu annarra.

Námskaflar og tími:

  • Framtíðin er gagnadrifin - 32 mínútur.
  • Tæknilegur grundvöllur - 27 mínútur.
  • Viðskiptalegur grundvöllur - 17 mínútur.
  • Val á verkefnum - 28 mínútur.

Heildarlengd: 104 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Brynjólfur Borgar Jónsson

Brynjólfur Borgar Jónsson er stofnandi tækni- og ráðgjafarfyrirtækisins DataLab Ísland, sem sérhæfir sig í þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna í starfsemi íslenskra fyrirtækja og stofnana.
Brynjólfur er með MSc í tölfræði og aðgerðarannsóknum og BA í sálfræði. Hann hefur rúmlega tveggja áratuga reynsla af þróun gagnadrifinna lausna og ráðgjöf á því sviði, á Íslandi og í Englandi, sem starfsmaður meðal annars hjá Marel og Landsbankanum og sem ráðgjafi meðal annars hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, fjölmiðlum, verslunum, olíufélögum, iðnfyrirtækjum, opinberum stofnunum, veitingastöðum og flugfélögum.
Brynjólfur talar oft og mikið um gagnavísindi og gervigreind í fjölmiðlum, á ráðstefnum, mannamótum og vinnustöðum.

Hægt er að nálgast skrif Brynjólfs um efnið á medium.com/@binniborgar.