Lýsing námskeiðs & skráning

Líkamleg heilsa með Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur

Indíana Nanna fer yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Hreyfing og æfing (2 mín.)
 • Hvað kemur okkur af stað (2 mín.)
 • Að búa til nýjan vana- Tilfinningar og tölur (3 mín.)
 • Hreyfing og sjálfstraust (1 mín.)
 • Heildaryfirferð- Liðamót og hreyfigeta (11 mín.)
 • Þrjár góðar hreyfingar fyrir alla (11 mín.)

Heildarlengd: 30 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

Indíana Nanna Jóhannsdóttir er stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland. Hún býr yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu í hóp- og fjarþjálfun, er viðurkenndur markþjálfi, hefur gefið út bókina Fjarþjálfun og er með B.A. í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Hoobla - Systir Akademias