Lýsing námskeiðs og skráning

Að setja fólki mörk

Okkar daglega líf felur oftast í sér að vera í kringum annað fólk, hvort sem það er á vinnustað, í námi, á meðal fjölskyldu og vina eða einfaldlega ókunnugra í ýmsum aðstæðum. Í öllum tilvikum þar sem við erum að umgangast annað fólk, hvort sem við eigum í beinum samskiptum við það eða ekki, þá reynir á mörkin okkar. Sumir eru með skýr mörk á meðan aðrir eru markalausir. Sumir virða mörk annarra á meðan aðrir gera það ekki. 

 

Markmið nemanda er m.a. að

 • Þekkja lykilatriði í tengslum við mörk, á hvaða sviðum þau birtast og hvernig við setjum þau

 • Það að setja sér heilbrigð mörk hefur mjög jákvæð áhrif á sjálfstraust, öryggi og innri frið í umgengni við annað fólk 

 • Kynna sér mörk og markaleysi á gagnlegan og hnitmiðaðan hátt

 • Þekki þrjár mismunandi tegundir marka og hvernig markaleysi getur haft áhrif á þessa þætti ásamt leiðum í tengslum við að setja skýr og heilbrigð mörk

   

Fyrir hverja?

Námskeðið hentar öllum og sérstaklega þeim sem vilja styrkja eiginleika sína til að setja öðrum skýr og heilbrigð mörk, hvort sem er í vinnu eða einkalífi.

Námskaflar og tími:

 • Inngangur - 2 mínútur.
 • Heilbrigð mörk - 4 mínútur.
 • Markaleysi - 11 mínútur.
 • Að setja mörk - 12 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
9.000 kr

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu.
Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni.
Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is