Lýsing námskeiðs og skráning

Einelti á vinnustað

Einelti er alvarlegt vandamál sem hefur ekki einungis slæmar afleiðingar fyrir þolendur heldur einnig á vinnustaðinn í heild sinni. Einelti á aldrei að líðast í menningu vinnustaða og með þessu stutta námskeiði geta allir starfsmenn verið meðvitaðri um einelti og hvernig á að taka á því. 
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Fræðist og skilji hvað einelti er og hvernig það getur birst öðrum

  • Öðlist innsýn í það hver áhrif eineltis á einstakling eru, sjái mismunandi hlutverk og það hver æskileg viðbrögð eru ef upp kemur einelti 

  • Þekki hver úrvinnsla eineltismála er og skilji mikilvægi þess að skapa góða minningu á vinnustað

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla sem eru í samskiptum við aðra einstaklinga, jafnt í leik sem og starfi.  

Námskaflar og tími:

  • Formáli - 1 mínúta.
  • Skilgreining og birtingarmynd eineltis - 1 mínúta.
  • Áhrif eineltis, mismunandi hlutverk og æskileg viðbrögð - 4 mínútur.
  • Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar - 3 mínútur.

Heildarlengd: 9 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur

Minningarsjóður Brynju Bragadóttur var stofnaður 2016 til að halda brautryðjendastarfi Brynju á sviði rannsókna á einelti á vinnustöðum. Markmið sjóðsins var að koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum á Íslandi með því að auka þekkingu, umræðu og vitund almennings og styðja við forvarnarverkefni.
Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt þrjú verkefni:
Þýðing Samskiptasáttmála Landspítala á erlend tungumál en verkefnið er forvarnarverkefni sem stuðlar að jákvæðum samskiptum á stærsta vinnustað landsins.

Landsvirkjun

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi.