Lýsing námskeiðs og skráning

Einelti á vinnustað

Einelti er alvarlegt vandamál sem hefur ekki einungis slæmar afleiðingar fyrir þolendur heldur einnig á vinnustaðinn í heild sinni. Einelti á aldrei að líðast í menningu vinnustaða og með þessu stutta námskeiði geta allir starfsmenn verið meðvitaðri um einelti og hvernig á að taka á því. 

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla innan vinnustaðarins. 

Námskaflar og tími:

 • Formáli - 1 mínúta.
 • Skilgreining og birtingarmynd eineltis - 1 mínúta.
 • Áhrif eineltis, mismunandi hlutverk og æskileg viðbrögð - 4 mínútur.
 • Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar - 3 mínútur.

Heildarlengd: 9 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur og Landsvirkjun

Minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur og Landsvirkjun unnu saman að gerð þessa myndbands um einelti og hvernig hægt er að sporna við því á vinnustöðum.