Lýsing námskeiðs og skráning

Streitustjórnun

Ert þú í vandræðum með tökum á stressi í kringum þig, bæði þínu innra stressi í taugakerfinu þínu eða því stressi sem þú verður fyrir í því áreiti sem þú ert í dags daglega? Þá er þessi streitustjórnunarsprettur hannaður fyrir þig og það sem þig vantar. Inni í sprettinum eru nokkur stutt fjölbreytt námskeið sem öll eiga það sameiginlegt að hjálpa þér að vinna gegn stressi.

 

Námskeiðin í sprettinum eru eftirfarandi: 

  • Streitufræðsla með Ragnheiði Guðfinnu; 
  • Öndunartækni í hnotskurn með Andra; 
  • Svefn og streita með dr. Erlu Björns; 
  • Góðar svefnvenjur með dr. Erlu Björns; 
  • Hreyfing sem lífsstíll með Indíönu Nönnu; 
  • Leitað inn á við með Tolla Morthens; 
  • Sjálfskærleikur með Tolla Morthens; 
  • Núvitund með Tolla Morthens;  

Hugleiðsla með Bjarney. 

Fyrir hvern? 

Efni þessa spretts hentar fyrir allt starfsfólk sem langar fræðast um streitu og hvar gott er byrja þegar örlar á hækkandi stressi í umhverfinu.   

Námskaflar og tími:

  • Streitufræðsla með Ragnheiði Guðfinnu - 15 mínútur.
  • Öndunartækni í hnotskurn með Andra - 6 mínútur.
  • Svefn og streita Með Dr. Erlu Björns - 7 mínútur.
  • Góðar svefnvenjur Með Dr. Erlu Björns - 7 mínútur.
  • Hreyfing sem lífstíll með Indíönnu Nönnu - 4 mínútur.
  • Leitað inn á við með Tolla - 7 mínútur.
  • Sjálfskærleikur með Tolla - 11 mínútur.
  • Núvitund með Tolla - 7 mínútur.
  • Hugleiðsla með Bjarney - 12 mínútur.

Heildarlengd: 76 mínútur.

Verð:
19.900 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010.
Ragnheiður Guðfinna starfar nú sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur, í huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Hún hefur getið sér gott orðspor sem frábær fyrirlesari og leggur áherslu á fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda.
Ragnheiður Guðfinna starfar jafnframt sem ráðgjafi og leiðbeinir einstaklingum varðandi heilbrigði hugar og líkama. Hún vekur athygli á hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun.
Ragnheiður er með kennsluréttindi í fræðslu og mælingum þegar kemur að sálfélagslegri vinnuvernd.

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

Indíana Nanna Jóhannsdóttir
Indíana Nanna Jóhannsdóttir er stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland. Hún býr yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu í hóp- og fjarþjálfun, er viðurkenndur markþjálfi og hefur gefið út bókina Fjarþjálfun.
Indíana Nanna er með BA í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Tolli Morthens

Tolli Morthens er menntaður myndlistarmaður frá MHÍ 1983 og Hocshule der Kunste Berlin 1985, og starfar sem slíkur.
Tolli hefur iðkað Buddisma og Núvitundarhugleiðslu frá 2004 og kennt og leitt hugleiðslu í fangelsum landsins í um 17 ár. Hann hefur leitt tvær nefndir fyrir Félagsmálaráðuneytið, með þátttöku annara ráðuneyta, um úrbætur fyrir skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar.
Tolli er reynslumikill fyrirlesari, hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um hugleiðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir eins og Íslandsbanka, Vodafone, Bónus og fleiri.

Dr. Erla Björnsdóttir

Dr. Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.
Erla hefur sérhæft sig í rannsóknum, greiningu og meðferð á svefni og svefnvanda og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Andri

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra.
Hjá ANDRI ICELAND eru þættirnir kuldi, hiti, öndun og hugur sameinaðir til að styrkja náttúrulegar varnir, bæta efnaskipti og ná jafnvægi milli líkama og huga. Þessi heildstæða nálgun hentar öllum, hvort sem er fyrir þá sem vilja vinna gegn nútíma lífsstílssjúkdómum eða þá sem leitast við að ná hámarks heilsu og vellíðan. Með því að efla vellíðan eins og náttúran ætlaði, er unnið að því að opna fyrir fullan mannlegan möguleika.