Lýsing námskeiðs og skráning

Qigong - Skapandi mannauður í lífsorku og gleði

Qi (Chi) er lífsorkan. Í 5000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til heilsueflingar og til lækninga.

Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði.

Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem hefur stundað Qigong frá árinu 1994. „... Af eigin reynslu er mér ljúft að mæla með Þorvaldi sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu.“  

Um hvað er námskeiðið?
Í æfingunum er áhersla á brosið og jákvæðni. Við tökumst betur á við erfiðar tilfinningar, svo sem sorg, reiði, stress og ótta. Æfingarnar opna á orkubrautirnar, losa um spennu, styrkja ónæmiskerfið og alla innri starfsemi líkamans.
Við höfum orku til að njóta lífsins enn betur.

Fyrir hverja: 
Qigong æfingarnar eru fyrir alla! Byrjendur og lengra komna, til að „viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu.“

Námskaflar og tími:

  • Kynning á Qigong - 4 mínútur.
  • Áhrifamáttur æfinganna - 19 mínútur.
  • Brosið og lífsorkan - 11 mínútur.
  • Kennsla og útskýringar á áhrifamætti æfinganna - 10 mínútur.
  • Flugið og frelsið - 11 mínútur.
  • Djúp Qigong öndun - 2 mínútur.
  • Orka og spenna (lengri útgáfa) - 10 mínútur.
  • Orka og spenna (styttri útgáfa) - 3 mínútur.
  • Upprifjun á áhersluatriðum - 5 mínútur.

Heildarlengd: 75 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Þorvaldur Ingi Jónsson

Þorvaldur Ingi býður upp á Qigong lífsorku-námskeið og stuttar kynningar fyrir starfsmannafundi þar sem tengt er við leiðtogafræðin.

Hoobla - Systir Akademias