Lýsing námskeiðs og skráning

Persónuvernd GDPR fyrir starfsfólk

GDPR stendur fyrir General Data Protection Regulation – almenna persónuverndarreglugerð.  Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og að hverju þarf að huga sérstaklega í því sambandi. 

Um hvað er námskeiðið?
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á nýju persónuverndarlögjöfinni og hvernig hún hefur áhrif á starfsemi fyrirtækja og störf starfsmanna. 

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst sniðið að starfsfólki fyrirtækja.

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 1 mínúta.
  • Helstu meginreglur og hugtök - 12 mínútur.
  • Vinnsla persónuupplýsinga - 9 mínútur.
  • Vinnslusamningar - 17 mínútur.
  • Bein markaðssetning - 13 mínútur.
  • Öryggisbrestir - 15 mínútur.

Heildarlengd: 67 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lára Herborg Ólafsdóttir er lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu. Hún lauk LL.M. gráðu í tæknirétti frá UC Berkeley í Bandaríkjunum vorið 2018.
Lára starfaði um skeið á tækni- og hugverkaréttardeild alþjóðlegrar lögmannsstofu í Lúxemborg.
Hún hefur komið að ráðgjöf á sviði persónuverndar um árabil.
Lára hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði hugverka- og tækniréttar, þar með skrifað greinar og haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis og sinnt stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í tækni- og tölvurétti.