Lýsing námskeiðs og skráning

Öndunartækni

þegar langvarandi streita, kvíði, svefntruflanir, sjálfsofnæmissjúkdómar, kulnun og aðrir kvíðatengdir kvillar verða æ algengari út um allan heim er kominn tími til leita aftur í grunninn og gera grundvallarbreytingar fyrir fullt og allt. Markmiðið er færa okkur aftur í átt jafnvægi. Anda rétt, einn andardrátt í einu. Hér og Þér verður vísað í áttina kjarna öndunartækni. 
 

Fyrir hverja er námskeiðið? 

Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem vilja betri skilning á mikilvægum andlegum og líkamlegum heilsufarslegum ávinningi þess anda rétt, draga úr veikindum, streitu og auka einbeitingu og frammistöðu. 

Námskaflar og tími:

  • Öndunartækni - 16 mínútur.
  • Mótun öndunaraðferðar - 8 mínútur.
  • Dæsið - 16 mínútur.
  • Byrjum á byrjuninni - 6 mínútur.
  • Samantekt - 1 mínúta.

Heildarlengd: 47 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Andri

Andri er heilsuþjálfi og stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð þar sem áherslan er lögð á að miðla ávinningi kuldameðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða.
Eftir að hafa notið innblásturs af beinni kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að helsta úrræði þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að finna innri kyrrð í auga stormsins.

Hoobla - Systir Akademias