Lýsing námskeiðs og skráning

Pipedrive - Vertu Séní í B2B sölupípu.

Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar Pipedrive til að styðja við sína sölu og í námskeiðinu sýna tveir starfsmenn Nova hvernig það er notað.

Um hvað er námskeiðið?:
Hvað er Pipedrive?
Til hvers er Pipedrive?
Af hverju Pipedrive?
Uppsetning á Pipedrive.
Helstu ferlar í Pipedrive.
Kennsla í Pipedrive fyrir starfsfólk.
Skýrslur úr Pipedrive fyrir stjórnendur.
Tilkynningar úr Pipedrive.
Finndu þér meira sniðugt fyrir Pipedrive.
 
Fyrir hverja: 
Pipedrive er fyrir söluteymi og sölustjóra sem vilja koma sinni sölupípu á næsta stig á einfaldan máta. Aðferðafræðin hentar sérstaklega vel fyrir söluteymi sem selja til fyrirtækja.

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 3 mínútur.
  • Að setja upp Pipedrive. Fyrri hluti - 15 mínútur.
  • Að setja upp Pipedrive. Seinni hluti - 17 mínútur.
  • Að vinna með Pipedrive - 8 mínútur.
  • Söluskýrslur (Sales Docs) - 5 mínútur.
  • Kennsla og þjálfun - 9 mínútur.

Heildarlengd: 57 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Jón Andri Sigurðarson og Auðunn Sólberg

Auðunn Sólberg er með 20 ára reynslu í sölu, viðskiptastýringu, sölustjórn og söluþjálfun. Hann er þjálfari hjá Nova og í fyrirtækjasölu.

Jón Andri Sigurðarson er með yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðarþróun, nýsköpun og tæknilausnum. Hann er þjálfari hjá Nova og í viðskiptaþróun.