Microsoft hugbúnaður
Power BI - Notkun og hagnýtar upplýsingar
Power BI frá Microsoft er öflugt verkfæri til þess að birta gögn, setja fram mælikvarða og mælaborð sem gefa innsýn í reksturinn.
Heildarlengd: 48 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Tinna Fenger hefur unnið við skýrslugerð og ráðgjöf í 10 ár og er menntuð í viðskiptafræði og viðskiptagreind. Hún hefur tekið þátt í innleiðingum, hugbúnaðarþróun og ferlagreiningum. Tinna hefur starfað lengst af sem fjármálastjóri í meðalstórum alþjóðlegum fyrirtækjum og sneri sér síðar að ráðgjöf í tengt stjórnendaupplýsingum, skýrslugerð og gagnavinnslu. Hún hefur sett saman mælaborð og skýrslur sem miða að stjórnendum / millistjórnendum sem snúa að flestum þáttum reksturs eins og fjármála-, ferla og kostnaðargreiningum.
Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile, nú ST2, er menntaður í upplýsingatækni og viðskiptafræði og hefur unnið við ráðgjöf, hugbúnaðargerð, innleiðingar og útgáfu hugbúnaðar í 25 ár.
Lengstan tímann hefur Ágúst starfað erlendis með sumum af þekktustu fyrirtækjum heims, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, svo sem þróunardeild Microsoft í Seattle, þar sem hann stjórnaði svokölluðu FastTrack teymi sem sér um móttöku (onboarding) allra viðskiptavina inn í skýjalausnir Dynamics 365.
ST2 þjónustar öflugan hóp fyrirtækja við gagnagreind og allt sem kemur að Microsoft Power Platform, á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Evrópu.