Lýsing námskeiðs og skráning

Power BI - Notkun og hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er sniðið notendum á Power BI og er sett saman með það markmiði veita innsýn inn í leiðir til notkunnar á Power BI skýrslum, eða mælaborðum sem þegar hafa verið sett saman.  Gengið er út frá því þátttakendur hafi aðgang tilbúinni skýrslu og vinnusvæði (Workspace) og geti þannig framkvæmt sömu/svipuð dæmi á meðan á námskeiðinu stendur. 
 
FYRIR HVERN?
Fyrir þá sem vilja skilja betur hvað Power BI er, auðga eigin hæfni við gagnavinnslu og almennt hvernig Power BI virkar og hvernig það nýtist til að skilja gögn. 
 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 3 mínútur.
  • Hvað er Power BI - 1 mínúta.
  • Vinnusvæði/Workspace - 6 mínútur.
  • Munur á appi og vinnusvæði - 6 mínútur.
  • Inn í skýrslur, og virkni þar inni - 13 mínútur.
  • Mælaborð - 6 mínútur.
  • Deilingar - 4 mínútur.
  • Uppfærslur gagna - 4 mínútur.
  • Skýrslur í áskrift (viðbót) - 2 mínútur.
  • Stýring á mælikvarða (viðbót) - 3 mínútur.

Heildarlengd: 48 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Tinna Fenger

Tinna Fenger hefur unnið við skýrslugerð og ráðgjöf í 10 ár og er menntuð í viðskiptafræði og viðskiptagreind. Hún hefur tekið þátt í innleiðingum, hugbúnaðarþróun og ferlagreiningum. Tinna hefur starfað lengst af sem fjármálastjóri í meðalstórum alþjóðlegum fyrirtækjum og sneri sér síðar að ráðgjöf í tengt stjórnendaupplýsingum, skýrslugerð og gagnavinnslu. Hún hefur sett saman mælaborð og skýrslur sem miða að stjórnendum / millistjórnendum sem snúa að flestum þáttum reksturs eins og fjármála-, ferla og kostnaðargreiningum.

Ágúst Björnsson

Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile, nú ST2, er menntaður í upplýsingatækni og viðskiptafræði og hefur unnið við ráðgjöf, hugbúnaðargerð, innleiðingar og útgáfu hugbúnaðar í 25 ár.
Lengstan tímann hefur Ágúst starfað erlendis með sumum af þekktustu fyrirtækjum heims, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, svo sem þróunardeild Microsoft í Seattle, þar sem hann stjórnaði svokölluðu FastTrack teymi sem sér um móttöku (onboarding) allra viðskiptavina inn í skýjalausnir Dynamics 365.
ST2 þjónustar öflugan hóp fyrirtækja við gagnagreind og allt sem kemur að Microsoft Power Platform, á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Evrópu.