Fjármálalæsi skiptir sköpum í leik og starfi hjá flestu fólki. Í rannsóknum hefur komið í ljós að fjármálalæsi Íslendinga er af skornum skammti og áhyggjuefni er að fólk sem vinnur lykilstörf í fyrirtækjum hefur ekki fullnægjandi fjármálalæsi til að taka ákvarðanir og leiða verkefni með fjármálaviðmið að leiðarljósi.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um nokkur grunnhugtök sem tengjast umræðu um fjármálalæsi. Hugtök eins og peningar, tekjur, kostnaður, sparnaður, fjárfesting, verðbólga, ávöxtun og verðmæti eru rædd og sett í samhengi við ákvarðanatöku. Námskeiðið er hugsað sem inngangur að umræðu um fjármálalæsi.
Fyrir hverja?
Inngangur að fjármálalæsi er fyrir alla sem þurfa að skilja helstu hugtök í fjármálum til að geta tekið góðar ákvarðanir. Allir þurfa að hafa grunnfærni í fjármálalæsi til að geta tekið ákvarðanir, hvort sem er fyrir heimilið eða fyrirtæki.