Lýsing námskeiðs og skráning

Inngangur að fjármálalæsi

Fjármálalæsi skiptir sköpum í leik og starfi hjá flestu fólki. Í rannsóknum hefur komið í ljós að fjármálalæsi Íslendinga  er af skornum skammti og áhyggjuefni er að fólk sem vinnur lykilstörf í fyrirtækjum hefur ekki fullnægjandi fjármálalæsi til að taka ákvarðanir og leiða verkefni með fjármálaviðmið að leiðarljósi.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um nokkur grunnhugtök sem tengjast umræðu um fjármálalæsi. Hugtök eins og peningar, tekjur, kostnaður, sparnaður, fjárfesting, verðbólga, ávöxtun og verðmæti eru rædd og sett í samhengi við ákvarðanatöku. Námskeiðið er hugsað sem inngangur að umræðu um fjármálalæsi.

Fyrir hverja?
Inngangur að fjármálalæsi er fyrir alla sem þurfa að skilja helstu hugtök í fjármálum til að geta tekið góðar ákvarðanir. Allir þurfa að hafa grunnfærni í fjármálalæsi til að geta tekið ákvarðanir, hvort sem er fyrir heimilið eða fyrirtæki.

Námskaflar og tími:

 • Kynning - 1 mínúta.
 • Fjármálalæsi - 5 mínútur.
 • Peningar - 3 mínútur.
 • Tekjur - 7 mínútur.
 • Kostnaður - 6 mínútur.
 • Sparnaður - 4 mínútur.
 • Fjárfesting - 12 mínútur.
 • Verðbólga - 5 mínútur.
 • Ávöxtun - 4 mínútur.
 • Verðmæti - 5 mínútur.

Heildarlengd: 52 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ í takmarkaðan tíma:
Árs áskrift af öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð:149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias