Lýsing námskeiðs & skráning

Stafræn umbreyting og leiðtogar

Stafrænar umbreytingar eru að gjörbreyta hvernig fyrirtæki starfa, hvernig neytendur versla og upplifa og hvernig starfsmenn vinna. Drifkraftur breytinga er alltaf að aukast og það er þegar ljóst að flest störf munu breytast og skapandi eyðilegging mun gera þau fyrirtæki úrelt sem leitast ekki við að breytast í takt við tímann. Það er mikil þörf fyrir stafræna leiðtoga sem skilja að stafræn umbreyting er ekki vegferð sem snýst um útlit heldur kjarnafærni fyrirtækisins.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar annars vegar um af hverju stafrænar umbreytingar munu hafa gríðarleg áhrif og eru tækifæri fyrir framtíðina og hins vegar um hlutverk stafræns leiðtoga í fyrirtækjum. Fjallað er um hvernig stafrænn leiðtogi þarf að búa til þverfagleg teymi sem hafa umbreytingar að leiðarljósi og miða að því að skerpa á kjarnafærni fyrirtækja.

Fyrir hverja?
Stafræn umbreyting og leiðtogar er fyrir alla þá sem vilja kynna sér þær umbreytingar sem eru að verða vegna stafrænnar þróunar og þá sem vilja leiða breytingar sem byggja á stafrænni umbreytingu innan fyrirtækja.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Stafræna byltingin (11 mín.)
 • Drifkraftar til breytinga (12 mín.)
 • Tækifæri stafrænna breytinga (9 mín.)
 • Þörfin fyrir leiðtoga (11 mín.)
 • Skipulag og fókus (8 mín.)
 • Að byggja upp teymin (15 mín.)

Heildarlengd: 66 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias