Lýsing námskeiðs og skráning

Hraðlestur á vinnustað

12 lyklar að markvissari lestri á vinnustað.
Geta allir lesið hraðar en þeir gera í dag? Myndi hjálpa þér að þurfa bara 1/3 eða 1/6 af tímanum sem þú setur í lestur í dag – og hafa þannig meiri tíma í önnur verk eða til að lesa enn meira?

Um hvað er námskeiðið?
Hvernig ýtir þú undir betri einbeitingu, athygli, eftirtekt og lesskilning í starfstengdu lesefni? Hvernig getur þú einfaldað þér að komast yfir mikið lesefni í kröfuhörðu starfi eða námi? Hvernig nærðu að tileinka þér að lesa 2-3 bækur í hverri viku? Hvað þarf að hafa í huga við rafrænan lestur á lesbrettum, spjaldtölvum og símum?
Í þessu námskeiði verður öllum þessum spurningum svarað og farið í helstu grunnatriðin í að bæta lestrarfærni, auka lestrarhraða og auðvelda þér að tileinka þér mikið magn upplýsinga í þínu daglega lífi. Þú færð aðgang að einfaldri hraðlestraræfingu sem þú getur notað til að tileinka þér aukinn hraða og betri lestrarfærni.
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir hvern þann sem vill bæta lestrarfærni og nýta betur þann tíma sem hann setur í lestur á hverjum degi. Það hentar sérstaklega vel þeim sem þurfa að lesa mikið á vinnustað eða í námi og líka þeim sem gera sér grein fyrir að aukinn lestur hjálpar þeim að halda við og skerpa á kunnáttu og þekkingu til að nýta betur tækifæri framtíðarinnar.
 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 13 mínútur.
  • Einföld hraðlestraræfing - 14 mínútur.
  • Hvernig á að auka lestrarhraða? - 14 mínútur.
  • Einbeiting og lesskilningur - 6 mínútur.
  • Markmiðatengdur lestur - 9 mínútur.
  • Rafrænt lesefni - 9 mínútur.
  • Síðustu lyklarnir - 6 mínútur.
  • Hraðútgáfa af lestraræfingu (viðbót) - 7 mínútur.

Heildarlengd: 78 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Jón Vigfús Bjarnason

Jón Vigfús Bjarnason er kennari og eigandi Hraðlestrarskólans. Hraðlestrarskólinn hefur verið starfandi síðan 1978 og hjálpað þúsundum Íslendinga að bæta lestrarfærni sína. Jón Vigfús tók við keflinu 2005 og hefur æ síðan sérhæft sig í og einbeitt sér alfarið að því að auðvelda fólki á öllum aldri að bæta lestrarfærni sína og lesa mikið meira.
Mjög algengt er í dag að stjórnendur og fólk úr atvinnulífinu víða um heim, sem er í kröfuhörðu starfi eða námi, til dæmis meistara- eða doktorsnámi, nýti sér svona þjálfun.
Nemendur Jóns Vigfúsar koma víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Indlandi, Kína, Suður-Kóreu og víðar.