Leiðtogar, samskipti og teymi
Hraðlestur á vinnustað
Geta allir lesið hraðar en þeir gera í dag? Myndi hjálpa þér að þurfa bara 1/3 eða 1/6 af tímanum sem þú setur í lestur í dag – og hafa þannig meiri tíma í önnur verk eða til að lesa enn meira?
Heildarlengd: 78 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Jón Vigfús Bjarnason er kennari og eigandi Hraðlestrarskólans. Hraðlestrarskólinn hefur verið starfandi síðan 1978 og hjálpað þúsundum Íslendinga að bæta lestrarfærni sína. Jón Vigfús tók við keflinu 2005 og hefur æ síðan sérhæft sig í og einbeitt sér alfarið að því að auðvelda fólki á öllum aldri að bæta lestrarfærni sína og lesa mikið meira.
Mjög algengt er í dag að stjórnendur og fólk úr atvinnulífinu víða um heim, sem er í kröfuhörðu starfi eða námi, til dæmis meistara- eða doktorsnámi, nýti sér svona þjálfun.
Nemendur Jóns Vigfúsar koma víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Indlandi, Kína, Suður-Kóreu og víðar.