Lýsing námskeiðs og skráning

Straumlínustjórnun (Lean) á hversdagsmáli

Lean er hugtak sem margir kannast við að hafa heyrt um, oftast í sambandi við að gera verkferla í framleiðslu skilvirkari. Umfram það eiga flestir erfitt með að útskýra hvað þetta heiti felur í sér og margir upplifa tungumálið sem fjarlægt og jafnvel flókið.   

Um hvað er námskeiðið?
Hvað græðum við á að kynna okkur Lean? 
Ef við upplifum oft til dæmis; hæga og slappa þjónustu sem viðskiptavinir; tafir, óþægindi og mistök í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir; skort á tækifærum til að nýta fulla þekkingu og getu á vinnustaðnum okkar; almennt að tíma okkar og öðrum aðföngum og auðlindum sé sóað að óþörfu – og viljum vita hvernig hægt er að gera upplifunina miklu betri – þá eru nákvæmlega svona atriði sem markmiðið er að betrumbæta með Lean.

Í námskeiðinu er farið í gegnum kjarnahugmyndir og lykilprinsipp Lean á hversdagslegu máli, með dæmum sem við getum öll tengt við. Markmiðið er að gera Lean-aðferðafræði aðgengilegri, auðveldari að skilja og einfaldari að tala um. 

Fyrir hverja? 
Lean á hversdagsmáli er fyrir alla sem vilja læra um og tileinka sér hvað Lean gengur út á. Sérstaklega gagnlegt fyrir fólk í leiðtoga- og stjórnendastöðum, þá sem vinna að vöruþróun og þá sem móta og skapa framúrskarandi þjónustuupplifun viðskiptavina.
 

Námskaflar og tími:

  • Hvað er Lean? - 5 mínútur.
  • Lean í framkvæmd - 30 mínútur.
  • Lykilhugmyndir Lean - 23 mínútur.
  • Prinsipp Lean - 9 mínútur.

Heildarlengd: 67 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ í takmarkaðan tíma:
Árs áskrift af öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð:149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Helgi Guðmundsson

Helgi Guðmundsson er meðstofnadi að Orgz - Organizational Coaching & Ráðgjöf og er þjálfi og sérfræðingur í Viðskiptalipurð (Business Agility).  
Helgi hefur síðustu ár starfað fyrir Agile People í Svíþjóð og haft umsjón með uppbyggingu og þjálfun leiðbeinenda fyrir alþjóðlega vottuð námskeið í Agile Leadership, Agile HR, Business Agility og People Development. Hann er einnig umsjónarkennari hjá IHM viðskiptaháskóla í Svíþjóð, yfir námskeiði í Nútíma vöruþróun og Product Ownership, sem er hluti af stærra tveggja ára prógrammi í Agile Project Leadership. 
Helgi er atferlisfræðingur að mennt, með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði og sérhæfingu í farsælli lausn ágreinings.

Hoobla - Systir Akademias