Agile á hversdagsmáli

Útgáfudagur: 21/11/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Agile er viðskiptafílósófía og hreyfing sem hófst í hugbúnaðargeiranum fyrir um 20 árum síðan og hefur öðlast gífurlegar vinsældir.  Agile hugmyndir og nálganir hafa dreift sér frá hugbúnaðargerð yfir í meðal annars stjórnun, mannauðsstjórnun, fjármál, markaðssetningu og sölu.  

Þótt margir hafi heyrt um Agile, jafnvel prófað einhverjar aðferðir undir formerkjum Agile, þá er býsna algengt að vita ekki alveg hver kjarninn er í þessari hugmyndafræði og upplifa hana sem framandi. Ekki bætir úr skák að í boði er frumskógur af Agile vottunum og ólík „framework“ þar sem erfitt getur verið að átta sig á hverju munar.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Fái kjarnahugmyndir Agile útskýrðar með áherslu á hversdagslegt tungumál og dæmi sem auðvelt er að tengja við
  • Geti tjáð sig af öryggi og auðveldlega um kosti og galla Agile við sína viðmælendur
  • Öðlist skilning og dómgreind til að átta sig á því hvort Agile nálgun er sú rétta fyrir þig
     
     

Fyrir hverja?

Fólk í leiðtoga og stjórnendastöðum, verkefnastjóra, fólk í vöruþróun, markaðssetningu, sölu og alla þá sem vilja öðlast skilning á hvernig hægt er að vinna með strategíu, tækla vandamál, finna lausnir, þróa vörur, og skapa raunverulegt virði fyrir viðskiptavini og notendur í umhverfi þar sem hraðinn og flækjustigið eykst stöðugt, þar sem einfaldari lausnir eru hættar að skila árangri. 

 

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.