Lýsing námskeiðs og skráning

Hinn fullkomni karlmaður

Um hvað er námskeiðið?
Sverrir leiðbeinandi leitar víða fanga, meðal annars í eigið líf, og ferðast með áheyrendum í námskeiðinu inn á heimilið, á vinnustaði, aftur í aldir og inn í framtíðina.
Meðal annars er fjallað um jákvæða karlmennsku, feðraveldi, tilfinningalega byrði, femínisma og eitraða karlmennsku.
Og karlmenn í aldanna rás, karlmenn og; föðurhlutverkið, leiðtogahlutverkið, heimilið, líkamann, útlitið, konur, náttúruna og loks karlmenn og framtíðina.
 
Fyrir hverja?
Fyrir alla þá sem vilja fræðast um jákvæða karlmennsku, uppgötva hvernig hinn fullkomni karlmaður er – og hlusta á skemmtilegan og hugvíkkandi fyrirlestur.

Námskaflar og tími:

  • Engar góðar fyrirmyndir? - 16 mínútur.
  • Leitin að hinum fullkomna karlmanni - 13 mínútur.
  • Karlmenn í ólíkum hlutverkum, fyrri hluti - 11 mínútur.
  • Karlmenn í ólíkum hlutverkum, seinni hluti - 12 mínútur.
  • Hvað er þá jákvæð karlmennska? - 8 mínútur.

Heildarlengd: 60 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Sverrir Norland

Sverrir Norland er rithöfundur, fyrirlesari, útgefandi og fjölmiðlamaður.
Sverrir hefur áralanga reynslu af framkomu; á sviði, í sjónvarpi og í útvarpi.