Hinn fullkomni karlmaður

Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 17/10/24

Hinn fullkomni karlmaður er stórskemmtilegur og hugvíkkandi fyrirlestur sem fjallar um karlmennsku í samtímanum á víðan og fjölbreyttan hátt og einblínir á „jákvæða karlmennsku“. Hvernig eigum við að hugsa um karlmennskuna, bæta hana og efla – og vera með karlmönnum í liði? Hvernig líta fyrirmyndir ungra karlmanna út í dag, ef þær eru þá til? 

Sverrir leitar víða fanga, meðal annars í eigið líf og ferðast með áheyrendum inn á heimilið, á vinnustaði, aftur í aldir og inn í framtíðina.
Meðal annars er fjallað um jákvæða karlmennsku, feðraveldi, tilfinningalega byrði, femínisma og eitraða karlmennsku.
Og karlmenn í aldanna rás, karlmenn og; föðurhlutverkið, leiðtogahlutverkið, heimilið, líkamann, útlitið, konur, náttúruna og loks karlmenn og framtíðina.

 

Fyrir hverja?

Fyrir alla þá sem vilja fræðast um jákvæða karlmennsku, uppgötva hvernig hinn fullkomni karlmaður er – og hlusta á skemmtilegan og hugvíkkandi fyrirlestur.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.