Lýsing námskeiðs og skráning

Skapandi vinnuumhverfi

Um hvað er námskeiðið?
Hvað þarf til að vera leiðtogi í skapandi hugsun? Hvernig gera stjórnendur lærdóm og þekkingu að hluta af menningu fyrirtækisins?
 
Þessum og fleiri spurningum svarar Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, í námskeiðinu Skapandi vinnuumhverfi, sem byggir á stöðugum lærdómi.
 
Fyrir hverja: 
Námskeiðið er fyrir alla starfsmenn fyrirtækja og stofnanna sem vilja ná meiri árangri. 

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 2 mínútur.
  • Fyrirtækjamenning - 6 mínútur.
  • Sköpunargleði - 13 mínútur.
  • Hliðstæð hugsun - 12 mínútur.
  • Stöðugur lærdómur - 5 mínútur.
  • Vaxtarhakk - 4 mínútur.

Heildarlengd: 42 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.