Krefjandi starfsmannaviðtöl

Útgáfudagur: 08/12/23
Síðast uppfært: 20/09/24

Fátt er mikilvægara fyrir vinnustaði en að þar sé góður starfsandi og gagnleg samskipti. Það er eðlilegur hluti af starfsemi fyrirtækja og stofnana að eiga í samskiptum við starfsfólk og þegar upp koma vandamál þurfa stjórnendur að stíga inn. Rannsóknir sýna að talsverður hluti stjórnenda telur krefjandi starfsmannaviðtöl erfiðasta hluta vinnu sinnar. Oft vonar fólk að vandamálin hverfi með tímanum og forðast að takast á við samtöl sem nauðsynlegt er að taka. Hætt er við því að það valdi enn meiri vanda og hafi afar slæm áhrif á starfsanda. Að sama skapi geta illa undirbúin samtöl leitt til þess að vandinn aukist.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • þekki einfalda og hagnýta þætti til að ná góðum árangri í krefjandi starfsmannasamtölum
  • skilji mikilvægi þess að taka nauðsynleg starfsmannasamtöl, góð eða miður góð til að starfsandi sé viðeigandi og ekki komi til frekari vandamála

  • geti undirbúið sig á viðeigandi hátt fyrir krefjandi viðtal og fær til þess ráð

  • geti tekið viðtalið og hvernig ber að huga að eftirfylgni þar á eftir

 

Fyrir hverja?

Á þessu námskeiði er fjallað um einfalda og hagnýta þætti þegar kemur að því að ná góðum árangri í krefjandi starfsmannaviðtölum. Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur sem vilja ná því besta fram í starfsfólkinu sínu og auka líkur á farsælli lausn krefjandi samskipta. 

Verð: 14.000 kr

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.