Lýsing námskeiðs og skráning

Öryggisvitund

Margar hættur finnast á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til að forðast hætturnar. Í þessu námskeiði er farið yfir öryggismál almennt og við lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Námskeiðið miðast við almenna tölvunotendur og að þeir séu með Windows 10 stýrikerfið.
 
Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er farið í gegnum ýmsar spurningar og leitast við að svara þeim og öðru.
Hvernig passa ég upp á að Windows stýrikerfið mitt sé öruggt?
Hvað er og hvernig á að verjast „Malware“ og „Ransomware“? Er hægt að verjast?
Hvernig þekkjum við falskar vefsíður og falska tölvupósta (Phishing)?
Hvernig geri ég þráðlausa netið mitt öruggara?
Hvað ber að varast þegar ég vafra um á netinu?
Símasvindl.

Fyrir hverja: 
Námskeiðið er ætlað venjulegum tölvunotendum, ekki er ætlast til að nemendur hafi djúpa þekkingu á tölvum eða nettengingum. 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 1 mínúta.
  • Malware - 1 mínúta.
  • Spyware - 4 mínútur.
  • Adware - 2 mínútur.
  • Vírus - 2 mínútur.
  • Worm - 1 mínúta.
  • Trojan - 2 mínútur.
  • Ransomware - 3 mínútur.
  • Phishing - 5 mínútur.
  • Símasvindl - 3 mínútur.
  • Falskar vefsíður - 4 mínútur.
  • Hvað ber að varast þegar vafrað er á netinu? - 4 mínútur.
  • Vírusvarnir - 7 mínútur.
  • Uppfærslur á stýrikerfi - 2 mínútur.
  • Öruggt þráðlaust net - 5 mínútur.
  • Smá ráð í lokin - 2 mínútur.
  • Samantekt - 3 mínútur.

Heildarlengd: 51 mínúta.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.