Microsoft Planner 2025

Útgáfudagur: 08/04/25
Síðast uppfært: 09/04/25

Planner er í grunninn verkmiðatól sem er hluti af Microsoft 365 svítunni og tengist vel inn í Teams hugbúnaðinn. Með Planner fæst góð yfirsýn yfir verkmiða (Task) og stöðu verkefnis auk þess sem öll gögn er aðgengileg öllum í teyminu. Á námskeiðinu skoðum við einnig Premium útgáfuna sem er ítarlegra verkefnastjórnunartól.

 

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

  • Geta nýtt sér alla helstu þætti Planner verkmiðatólsins

  • Geta skipulagt vinnuhópa og verkefni í Planner

  • Hafa góðan skilning á tengingu við Teams

  • Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrir hverja?

Alla þá sem vilja ná betri tökum á verkefnum sínum með Microsoft Planner.