Greining og meðferð svefnleysis
Útgáfudagur: 14/08/25
Síðast uppfært: 19/08/25
Átt þú í erfiðleikum með að sofna á kvöldin? Ertu andvaka um miðjar nætur eða vaknar snemma að morgni? Þessi einkenni til langs tíma geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni svefnleysis og hversu oft og lengi þurfa einkenni að hafa varað til að geta talist til langvarandi svefnleysis. Hverjir þjást af svefnleysi? Hverjar eru afleiðingar svefnleysis til langs tíma, meðhöndlun og klínískar aðferðir og mikilvægi þess að skima fyrir einkennum svefnleysis hjá einstaklingum strax á heilsugæslunni.
Fyrir hverja?
Er ætlað öllum þeim sem eiga í erfiðleikum með svefn og vilja fá betri innsýn í einkenni og meðferð svefnleysis. Sérstaklega gagnlegt fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja læra að greina og meðhöndla svefnleysi hjá sínum skjólstæðingum.