Markþjálfun fyrir stjórnendur
Útgáfudagur: 08/05/25
Síðast uppfært: 08/05/25
Markþjálfun fyrir stjórnendur er áhrifarík aðferðafræði sem miðar að því að styðja stjórnendur í að þróa leiðtogahæfileika, bæta ákvarðanatöku og efla starfsfólk sitt. Það byggir á samtölum og stefnumörkun sem hvetur til sjálfsskoðunar, markmiðasetningar og stöðugrar þróunar.
Leiðbeinandi
Lella er PCC vottaður markþjálfi með ástríðu fyrir því að nýta aðferðir markþjálfunar til að hjálpa fólki og fyrirtækjum að ná vexti, jafnvægi og sátt. Hún leggur mikið upp úr djúpri hlustun, einlægni, jákvæðum samskiptum, innsæi og tengingu við fólk.
Lella hefur margra ára stjórnunarreynslu á sviði sölu- og markaðsmála og nýtur þess að styðja stjórnendur og fyrirtæki til árangurs.
Lella er með fjölbreyttan bakgrunn en hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun, MA í blaða- og fréttamennsku auk BA í sálfræði. Hennar helstu hugðarefni snúa að vinnustaðamenningu, eflingu starfsfólks, jákvæðum samskiptum og samþættingu teyma.
Fyrir hverja?
Coaching hjálpar stjórnendum að styrkja sig sem leiðtoga og hefur víðtæk jákvæð áhrif á skipulag, teymi og rekstur.