Hinsegin fræðsla fyrir vinnustaði

Útgáfudagur: 19/09/25
Síðast uppfært: 25/09/25

Um hvað er námskeiðið? 

Hver er lykillinn af góðri og inngildandi vinnustaðamenningu? Af hverju koma hinsegin málefni okkur við? Á þessu námskeiði er farið yfir helstu hugtök tengd hinsegin samfélaginu, samskipti og öráreitni ásamt því hvernig hægt er að stuðla að jákvæðri og inngildandi vinnustaðamenningu.

Námskeiðið samanstendur af stuttum og hnitmiðuðum fræðslum þar sem við ræðum:

  • af hverju hinsegin málefni koma okkur við.

  • helstu hugtök og hópa hinsegin samfélagsins.

  • af hverju ómeðvitaðir fordómar skjóta upp kollinum, samskipti og hvernig hægt er að forðast öráreitni.

  • hvernig fyrirtæki geta byggt upp öfluga og inngildandi vinnustaðamenningu.

     

Að loknu námskeiðinu hafa þátttakendur öðlast grunnþekkingu á hinsegin málefnum, vita hvert þeir geta leitað eftir frekari aðstöð eða þekkingu og geta rætt hinsegin mál ef öryggi.

 

Fyrir hverja? 

Efnið hentar öllum sem vilja efla starfsánægju, auka þekkingu og stuðla að jákvæðum samskiptum – hvort sem um er að ræða stjórnendur, fólk í þjónustustörfum eða aðra starfsmenn.