Microsoft Copilot í OneNote

Útgáfudagur: 13/08/25
Síðast uppfært: 15/08/25

Námskeiðið kennir hvernig hægt er að nýta Copilot Notebooks til að búa til, vinna með og greina texta og skjöl. Með verklegum aðferðum lærir þátttakandi að vinna með gögn, spyrja spurninga, breyta efni og vinna með skipulag eins og verkefnalista. Aðaláherslan er á hagnýtingu Copilot í samtalsviðmóti þar sem niðurstöður byggjast á spurningum og aðgerðum notandans. 

 

Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja kynnast samtalsmöguleikum Copilot og hvernig hann nýtist við verkefnastjórnun, skjalavinnslu og efnisöflun. 

 

Fyrir hverja? 

 

Nýliða í Copilot sem vilja byrja að nýta Notebooks í starfi. 

 

Nemendur, sérfræðinga og stjórnendur sem þurfa að vinna með efni og skýrslugerð. 

 

Alla sem vilja nýta gervigreind í samtalsformi til að fá innsýn og skapa nýtt efni.