Microsoft Copilot í Word

Útgáfudagur: 13/08/25
Síðast uppfært: 15/08/25

Þetta námskeið kennir hvernig hægt er að nýta Copilot innan Microsoft Word til að búa til, breyta og draga saman texta, sem og að vinna með myndir, tungumál og draga út mikilvægar upplýsingar úr skjölum. Lögð er áhersla á raunveruleg notkunartilvik í daglegu starfi, þar sem þátttakendur fá innsýn í hvernig Copilot getur bætt framleiðni, stíl og skilning á efni.

 

Fyrir hverja? 

 

Starfsfólk sem vinnur mikið með texta og skjöl 

 

Ritstjóra, stjórnendur, verkefnastjóra og kennara 

 

Alla sem vilja nýta gervigreind til að bæta skilvirkni og gæði skjala