Lífeyrismál á mannamáli

Útgáfudagur: 28/05/25
Síðast uppfært: 16/07/25

Hvað veistu um lífeyrismál? Viltu vita meira? 

 

 

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu þætti er varðar lífeyrisréttindi, sparnað og hvernig þú hámarkar þín lífeyrisréttindi til lengri tíma. Nemendur kynnast grunnatriðum lífeyriskerfisins á Íslandi, þar á meðal muninum á almennum lífeyrisréttindum og séreignarsparnaði. 

 

 

Fjallað verður um mikilvægi þess að huga að réttindum og hvernig hægt er að hámarka þau með því að nýta þau tækifæri sem kerfið býður upp á. Einnig mikilvægi þess hvað nýir aðilar á vinnumarkaði þurfa sérstaklega að hafa í huga. 

 

Fyrir hverja? 

Alla þátttakendur á atvinnumarkaði sem vilja fylgjast með sínum réttindum og leggja línurnar fyrir framtíðina.