Árangursrík teymisvinna (uppfærsla)

Útgáfudagur: 04/12/25
Síðast uppfært: 04/12/25

Um hvað er námskeiðið?

Þrá hvers einstaklings í lífinu er að fá að tilheyra. Tilheyra einhverjum hluta, sama hvar einstaklingurinn er í lífinu hvort heldur er í fjölskylduhópi, vinahópi, samstarfshópi eða hópi sem tengist áhugamálum eða félagsstarfi. Maðurinn er félagsvera og á þessu  námskeiði er farið yfir marga þætti á skemmtilegan hátt er tengjast því að vera í liði, teymi.  

Til að teymið virki sem best þá er að ýmsu að huga, bæði hjá hverjum einstaklingi og liðsheildinni í heild. Það er alltaf hægt að bæta um betur þegar allir teymismeðlimir eru meðvitaðir um eigið ágæti, styrkleika og veikleika. Veikleikar eru til að styrkja einstaklinginn og má segja að máltækið ,,Æfingin skapar framfarir” eigi vel við þegar teymi af einhverjum toga leitast við að fá það mesta og besta út úr því, ásamt því hvað ber að hafa í huga þegar teymi eru sett saman.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi  

Þekki sjálfan sig mjög vel, hvaða kostum hann er gæddur og minni kostum, vilji vinna markvisst í að verða betri einstaklingur fyrir sig og teymið  

Þekki hvaða atriði er gott að hafa í huga þegar teymi eru sett saman og hvernig hægt er að ná því besta fram í hverju og einu teymi fyrir sig

Líti á fjölbreytileika og fjölhæfni einstaklinga sem afar góðan kost svo styrkleikar þeirra njóti sín sem allra best

Leiðbeinandi

Ellen Margrét Bæhrenz flytur námskeiðið og gefur því lit. Það er tekið saman af Akademias.  

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem eru að vinna í teymi, liði á einhvern hátt í lífinu og vilja verða betri og sterkari liðsmaður, þannig styrkist teymið og líklegra til að það nái betri árangri í samvinnu og sköpun verkefna.  

Heildarlengd:  

60 mínútur