Microsoft Copilot í PowerPoint

Útgáfudagur: 13/08/25
Síðast uppfært: 15/08/25

Á þessu námskeiði lærir þú að nýta Copilot í PowerPoint til að búa til glærur, breyta texta og myndum og undirbúa fagmannlega kynningu með lágmarks fyrirhöfn. Þátttakendur læra að setja upp glærusýningu frá grunni, bæta við myndrænu efni og nýta samtalsformið í Copilot til að fá leiðsögn og hugmyndir. Þetta námskeið hentar vel fyrir bæði byrjendur og þá sem vilja nýta tíma sinn betur í glærugerð.

 

Fyrir hverja? 

 

Fyrir alla sem búa til kynningar og vilja nýta Copilot til að einfalda ferlið. 

 

Fyrir kennara, stjórnendur, markaðs- eða verkefnastjóra. 

 

Fyrir þá sem vilja gera áhrifaríkar kynningar án þess að byrja frá grunni.