Mannleg hegðun og öryggismál
Útgáfudagur: 23/09/25
Síðast uppfært: 23/09/25
Um hvað er námskeiðið?
Í öryggisfræðum er oft sagt að mannleg hegðun sé veikasta vörnin til að koma í veg fyrir slys. Flestir sem hafa unnið í öryggismálum þekkja hversu krefjandi það getur verið að fá fólk til að fylgja einföldum öryggisreglum eins og að nota hjálm, girða af vinnusvæði, fylla út gátlista, framkvæma grunnathuganir o.s.frv.
Í þessum fyrirlestri skoðum við þessa staðhæfingu út frá sálfræðilegu sjónarhorni:
- Af hverju mannleg hegðun er veikasta vörnin í forvörnum gegn slysum
- Hvaða þættir - hugrænir, félagslegir og skipulagslegir - hafa áhrif á hegðun starfsmanna
- Hvernig við getum með markvissum aðgerðum, þjálfun og öflugri öryggismenningu styrkt þessa vörn og þannig bætt öryggi á vinnustöðum.
Fyrir hverja
Fyrir alla sem vilja skilja mannlega hegðun í öryggismálum og efla öryggismenningu á vinnustað.