Teymi og styrkleikar

Útgáfudagur: 25/09/25
Síðast uppfært: 28/09/25

Um hvað er námskeiðið?

Styrkleikapróf er verkfæri sem hjálpa okkur að beina sjónum að mannkostum, plúsunum, hvað hver og einn hefur fram að færa

 

Styrkleikanálgun getur aukið árangur, aukið ánægju, virðingu og úthald. Í gegnum styrkleika sjáum hver manneskjan er, enn ekki bara hvað hún gerir, að þekkja styrkleika hvers annars getur það aukið virðingu og samkennd.

 

Það er hjálplegt að láta teymi taka styrkleikapróf og nýta svo niðurstöðuna til að sjá nýjar hliðar hvert á öðru og til að auka starfsánægju, auka virðingu og nýta niðurstöðurnar beint í verkefnin og samstarf. Á námskeiðinu er farið yfir hvað er teymi, hvað eru styrkleikar og hvaða styrkleika VIA Character strength prófið mælir og hvernig getum við nýtt það beint í starfi. Við ræðum sókn mannsins í birtu og öryggisþörf hans sem leiðir okkur í neikvæðisskekkju. Af hverju er gott að vita styrkleika hinna í hópnum?



 

Fyrir hverja:

Áhugasama um mannkosti og vinna gegn sóun á mannkostum