Sambönd sem kæfa
Útgáfudagur: 08/12/23
Síðast uppfært: 23/07/25
Á þessu áhugaverða námskeiði er fjallað um þessar birtingamyndir sem tengjast mjög áhugaverðum fræðum sem heita ástarþrá og ástarforðun (e. Love addiction / Love avoidant). Farið er yfir orsakir þess að margir leita í raun aftur og aftur í samskonar týpur og sambönd sem breytast úr mjög góðri upplifun yfir í mjög erfiða og sársaukafulla. Námskeiðið er bæði krefjandi og gagnlegt fyrir alla sem vilja skilja betur hvað veldur þessum vanda auk þess sem fjallað er um skref sem hægt er að taka til að vinna bug á vandanum.
Fyrir hverja?
Alla sem tengja við þá upplifun að vera að kafna í nánum samböndum eða upplifa djúpstæðan ótta við tilhugsunina að verða hafnað eða yfirgefin í sambandi.