Skyndihjálp
Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 07/04/25
Skyndihjálp getur skipt sköpum þegar á reynir.
Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Rafrænt námskeið í skyndihjálp er góður og nauðsynlegur undanfari verklegrar þjálfunar í skyndihjálp.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
hafi fengið fræðslu í grunnatriðum skyndihjálpar, þekki helstu forvarnir og hvað skuli gera þegar komið er að meðvitundarlausri manneskju með eðlilegan hjartslátt
geti veitt endurlífgun, þekki merki hjartastopps, viti hvað skuli gera ef þrengir að öndun í hálsi vegna aðskotahlutar
þekki einkenni slags og viðbrögð við því, viti hvað gera skuli ef til blæðingar eða áverka kemur í skyndi, þekki fyrstu viðbrögð við bruna og þegar komið er að umferðarslysi
þekki mikilvægi þess að veita sálræna skyndihjálp þegar á þarf að halda
Fyrir kynningarefni í skyndihjálp, kíktu í vefverslun Rauða Krossins.
Fyrir hverja?
Alla sem þurfa að geta veitt aðstoð og neyðarhjálp í skyndi.